Spegillinn

Sett í kosningagír og breytt lögsaga vegna loftslagsbreytinga

Rúmar þrjár vikur eru þar til kosið verður til sveita- og bæjarstjórna, laugardaginn 14. maí. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík eru þær viðamestu, enda langstærsta sveitarfélagið. Á morgun hefjast framboðsfundir á Spegilstíma á rás tvö og á vefnum ruv.is þar sem frambjóðendur í stærstu sveitarfélögunum takast á um helstu kosningamálin. Frambjóðendur í Kópavogi ríða á vaðið á morgun, síðasta vetradag. Á föstudag verður kosningafundur á Akureyri, á mánudag í Reykjavík og svo framvegis. Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir kosningabaráttuna varla hafna. Það svo sem gömul saga og kosningabarátta fyrir komandi kosningar hverju sinni þyki með eindæmum daufleg, en svo geti allt farið snögglega í gang. Kristján Sigurjónsson ræddi við Evu Marín.

Hækkandi sjávarstaða og breytingar á strandlengju landsins vegna loftslagsbreytinga gætu haft áhrif á efnahagslögsögu Íslands. Réttarstaða íbúa eyja og ríkja sem sökkva í af sömu sökum er ekki sterk. Um þetta er fjallað í nýútgefinni bók eftir Snjólaugu Árnadóttur, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem stundað hefur rannsóknir í hafrétti og þjóðarétti og á sæti í alþjóðlegri nefnd á því sviði. Bjarni Rúnarsson ræddi við Snjólaugu Árnadóttur.

Gagnrýni ríkisstjórnarinnar á framkvæmd á söluna á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Útboðið hafi verið unnið í nánu samneyti við stjórnvöld.

Orrustan um Donbas-svæðið er hafin sögn Úkraínuforseta og rússnesk stjórnvöld segjast hafa ráðist á meira en þúsund skotmörk frá því stórsókn rússneska hersins hófst seint í gær.

Ísland liggur vel við höggi í útbreiðslu fuglaflensu vegna legu sinnar. Þetta segir doktor í líffræði.

Hagvöxtur í heiminum verður minni en gert var ráð fyrir í upphafi ársins samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innrásinni í Úkraínu er um kenna.

Akureyrarvöllur, þar sem kappleikir hafa verið háðir í rúmlega 70 ár fær brátt nýtt hlutverk. Formaður skipulagsráðs vonar bæjarstjórn efni til hugmyndasamkeppni um nýtingu lóðarinnar.

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson.

Fréttaútsendingu stjórnaði Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir.

Frumflutt

19. apríl 2022

Aðgengilegt til

20. apríl 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.