Verðbólgan heldur áfram að hrella landann næstu mánuði. Íslandsbanki spáir því að verðbólga aukist um tæpt prósentustig um næstu mánaðamót og haldi áfram að hækka næstu mánuði. Miðað við það mælist ársverðbólga 6,8 prósent. Verðbólga hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Um mitt sumar er því spáð að verðbólga verði komin í 7,7 prósent. Verðbólguspá Landsbankans sem birt var í dag er af svipuðu meiði. Samkvæmt henni nær verðbólga hámarki í júní, gert er ráð fyrir að hún mælist þá um sjö prósent. Ljóst er að verulegar verðhækkanir verða á mat og drykk. Bjarni Rúnarsson ræddi við Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðing hjá greiningardeild Íslandsbanka um nýbirta verðbólguspá.
Aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu myndi treysta stöðugleika við Eystrasaltið til lengri tíma litið, að mati finnskra stjórnvaldaþ Þau birtu í dag greiningu á stöðu landsins í öryggis- og varnarmálum. NATO-aðild talin draga úr líkum á því að á Finna yrði ráðist og hafa meiri fælingarmátt en varnarbandalag með Svíum. Stríðið í Úkraínu sagt ógna öryggi og stöðugleika í allri Evrópu og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finna sagði í dag að staðan hefði aldrei verið jafn viðsjárverð allt frá lokum kalda stríðsins. Bæði Sanna Marin forsætisráðherra og Sauli Niinisto forseti landsins hafa sagt í dag að þetta verði ljóst mjög fljótlega, líkast til fyrir lok maí. Meirihluti Finna segist nú fylgjandi því að sótt verði um aðild, Tapio Koivukari rithöfundur og þýðandi segir það hafa gerst smám saman en vissulega hafi innrás Rússa í Úkraínu haft áhrif. Finnar hafi lengi verið í samstarfi við NATO. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Tapio Koivukari
40 ár eru nú liðin frá því að heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík, var frumsýnd. Það var 10. apríl 1982. Tökur á myndinni fóru að mestu fram árið 1981, en þá var mikil gróska í rókktónlist í Reykjavík og nýjar kraftmiklar hljómsveitir skiðpaðar sköpunarglöðu ungu fólki voru að hasla sér völl og í raun að gera uppreisn gegn þeim eldri í bransanum. Myndin þótti grípa vel þá stemmingu sem var á meðal ungs fólks á þessum tíma og til að minnast 40 ára afmælis myndarinnar og tónlistarinnar í henni verður Rokkland Ólafs Páls Gunnarssonar á Rás 2 á Páskadag tileinkað Rokki í Reykjavík og á annan í páskum, einnig á Rás 2, ætlar Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi, að fjallar um eftirköst og áhrif myndarinnar. Spegillinn fékk góðfúslegt leyfi frá Óla Palla til að spila brot úr viðtölum hans við Friðrik Þór, Eyþór Arnalds úr Tappa tíkarrass, Ragnhildi Gísladóttur úr Grýlunum og Sigtrygg Baldursson úr Þ