Spegillinn 11.apríl 2022
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Forstjóri Bankasýslunnar segir útboðið á nær fjórðungshlut í Íslandsbanka hafa verið afar farsælt. Gott verð hafi fengist fyrir hlut ríkisins og framkvæmdin hafi verið nákvæmlega eins og kynnt hafi verið í aðdraganda útboðsins.
Enginn ráðherra óskaði eftir að færa til bókar gagnrýni á fyrirkomulagið við sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka áður en salan fór fram. Þetta segir forsætisráðherra.
Kosningabarátta Emmanuels Macrons Frakklandsforseta fyrir endurkjöri er hafin af krafti. Hlutabréfavísitölur hækkuðu og gengi evrunnar styrktist þegar staðfest var að hann hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í gær.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar Kópavogs fyrir breikkun á Suðurlandsvegi. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússneski herinn muni ekki gera hlé á árásum sínum í aðdraganda næstu lotu friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Landhelgisgæslan og bandarískar hersveitir tóku í dag þátt í sameiginlegri varnaræfingu í Hvalfirði sem er hluti af æfingunni Norður-Víkingur 2022.
Og lundinn er kominn til Borgarfjarðar eystra.
Lengri umfjöllun:
Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga 14. maí rann út á föstudag. Ellefu framboð bjóða fram í Reykjavík, níu á Akureyri og níu í Kópavogi svo dæmi séu tekin. Í Reykjavík hefur framboðum fækkað um fimm frá síðustu kosningum. Nú bjóða fram að nýju allir þeir átta flokkar sem fengu borgarfulltrúa síðast, auk Framsóknarflokksins og tveggja nýrra framboða. Spegillinn ræddi í dag við Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri um kosningabaráttuna framundan í stærstu sveitarfélögunum og um hvað verði kosið. En hvers vegna bjóði færri sig fram núna í höfuðborginni en fyrir fjórum árum? Kristján Sigurjónson talar við Grétar.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Marine le Pen skiptu með sér rétt rúmum helmingi atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í landinu um helgina. Macron fékk um 28% og Le Pen 23%. Í þriðja sæti var Jean-Luc Melanchon sem er frambjóðandi vinstri manna og fékk hann um 22% atkvæða. Melanchon hefur skorað á kjósendur sína að kjósa ekki Le Pen þó að ekki hafi hann lýst stuðningi við Macron. Atkvæði þeirra sem kusu Melancho í fyrri umferðinni gætu skipt öllu þegar kosið verður eftir tvær vikur milli Macrons og Le Pen. Fyrir fimm árum var líka kosið milli þeirra Marine Le Pen og Macron í seinni umferð forse