Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í seinustu viku að meðal viðbragða Íslands vegna stríðsins í Úkraínu verði að efla netvarnir landsins. Seinustu misseri hafa þeir sem hafa eftirlit með netglæpum orðið varir við aukna skimun á kerfum hér á landi, en ekki árásir. Skönnun kerfa hefur sexfaldast á seinustu vikum sem gefur ástæðu til að hafa varann á.
Netöryggi hefur verið mörgum hugleikið eftir að stór veikleiki uppgötvaðist í lok seinasta árs, þegar óvissustigi almannavarna var í fyrsta sinn lýst yfir vegna netógnar. Í dag var haldin ráðstefna á vegum Syndis, þar sem öryggismál net- og tölvukerfa voru í brennidepli. Tvö stríð eiga sér í rauninni stað, annars vegar það sem háð er á vígvellinum og hins vegar eru hópar hakkara að herja á kerfi Rússa. Spegillinn ræddi við Anton Má Egilsson aðstoðarforstjóra Syndis og Guðmund Arnar Sigmundsson, forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS.
Skipulagsmálin eru meðal mikilvægustu verkefna sveitarstjórna; þau er alfa og omega sveitarstjórnarmanna því þar er samfélag mótað til lengri tíma, segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samráð við íbúa skiptir þar miklu og er lögboðið; en fólk þarf að vera vel vakandi og koma athugasemdum sínum við skipulag á framfæri í tíma. Það er erfitt að sveigja af leið þegar byrjað er að byggja. Það er því áskorun fyrir sveitarfélögin að halda vel utan um kynningarmálin. Aldís segir að skipulagsmál séu vissulega pólitísk en ekki endilega flokkspólitísk.
Rútur sem flytja áttu fólk frá borginni Mariupol hafa verið stöðvaðar af rússneskum hermönnum. Forseti Rússlands hótar að stöðva gassölu til Evrópu strax nú um mánaðamótin nema að greitt sé í rúblum fyrir gasið.
Móðir stúlku sem fæddist andvana telur að mögulega hefði verið hægt að bjarga barninu ef heilbrigðisstarfsfólk hefði tekið mark á áhyggjum hennar dagana á undan.
Spennan fer vaxandi fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi. Ný könnun sýnir að Emmanuel Macron vinni Marine Le Pen aðeins með fimm prósentustiga mun í seinni umferð kosninganna.
Tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar sögðu upp störfum í febrúar og mars. Aðalfundur er hjá félaginu 8. apríl þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir tekur aftur við embætti formanns.
Umboðsmaður barna segir stöðu á biðlistum eftir ýmsum greiningum barna vera óásættanlega. Móðir barns sem hefur beðið í 21 mánuð eftir einhverfugreiningu segir hræðilegt að þurfa að horfa upp á vanda barns síns aukast.
Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon
Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júl