Spegillinn

Fjármálaáætlun og skólaþjónusta

Fjármálaáætlun næstu ára er óraunhæf dómi stjórnarandstöðunnar og stuðlar ekki velferð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, (M) segir hana byggjast á óskhyggju síðasta árs, Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) saknar aðgerða fyrir heimilin.

Rússnesk stjórnvöld eru ekki reiðubúin hleypa mannúðaraðstoð til hafnarborgarinnar Mariupol svo stöddu. Forseti Frakklands ræddi þessi mál við Pútín Rússlandsforseta í síma í dag. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman.

Breyting á skipulagi og framkvæmd leghálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst dómi læknafélags Íslands; Svo virðist sem yfirsýn og verkefnastjórnun hafi brugðist hjá heilbrigðisráðuneytinu. Urður Örlygsdóttir tók saman og talaði við Reyni Tómas Geirsson formann vinnuhóps Læknafélagsins.

Seðlabankastjóri vill dregið verði úr verðtryggðum fasteignalánum og helst lífeyrissjóðir minnki umsvif á lánamarkaði. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman af fundi efnahags og viðskiptanefndar.

Nýting auðlinda Breiðafjarðar verður í forgrunni Þekkingar- og rannsóknaseturs sem stefnt er í Stykkishólmi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi.

-------

BJarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar segir auka þurfi framboð á íbúðalóðum til bregðast við húsnæðisvandanum. Það þó gleðilegt hversu margir fyrstu kaupendur hafi komist inn á markaðinn á seinasta ári. Björn Leví Gunnarsson, (P) segir vandann hafa aukist og röðina inn á húsnæðismarkaðinn einungis hafa lengst. Bjarni Rúnarsson ræðir við þau um nýkynnta fjármálaáætlun.

Áhersla í skólaþjónustu sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur færst yfir í það taka frekar á vanda nemenda en styðja kennara og veita þeim ráðgjöf. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Háskólans á Akureyri. Kristján Sigurjónsson ræðir við Hermínu Gunnþórsdóttur, prófessor við HA.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Birt

29. mars 2022

Aðgengilegt til

30. mars 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.