Spegillinn

Fæðuöryggi, sameiningar sveitarfélaga og óþekktir tónlistarmenn

Fæðuöryggi, birgðahald, olíuverð og viðbrögð stjórnvalda vegna áhrifa stríðsins í Úkraínu voru þingmönnum hugleikin í óundirbúnum fyrirspurnum við upphaf þingfundar (líkt og í sérstöku umræðunni sem sagt var frá fyrr í fréttatímanum). Ráðherrar sögðu fyllstu ástæðu til efla innlenda framleiðslu en hvorki væri ástæða til óttast fæðu fóðurskort hér í ár.

Tvær sameiningar sveitarfélaga voru samþykktar um helgina. Annars vegar fara Langanesbyggð og Svalbarðshreppur á Norðausturlandi í eina sæng og hins vegar Helgafellssveit og Stykkishólmsbær á Snæfellsnesi. Við sameiningu verður til nýtt 600 manna sveitarfélag á Norðurlandi eystra og 1250 manna fyrir vestan. Helgafellssveit og Svalbarðshreppur eru með fámennustu sveitarfélögum landsins, með innan við 100 íbúa hvort.

Frá því í fyrrasumar hafa íbúar í 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu; í Suður-Þingeyjarsýslu, tvisvar í Austur-Húnavatnssýslu, á Suðurlandi, Snæfellsnesi og í Skagafirði. Sumt var fellt, og annað samþykkt. Sigurður Ármann Snævarr er sviðstjóri hag og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin sem samþykktu sameiningu um helgina höfðu áður ýmist kollfellt sameiningu, eða hún verið kærð og felld úr gildi. Hvað hefur breyst mati Sigurðar? Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigurð.

Hópur alls óþekktra tónlistarmanna hefur náð mikilli spilun á streymisveitunni Spotify, með einfaldri, oft endurtekningasamri tónlist. baki tónlistarmönnunum er sænskt útgáfufyrirtæki sem hefur hagnast vel en forsvarsmenn þess vilja sem minnst segja um árangurinn. Kári Gylfason segir frá.

Helstu atriði frétta:

Fimm þúsund manns hið minnsta eru talin hafa beðið bana í hafnarborginni Mariupol í Úkraínu síðan Rússar hófu umsátur um borgina. Þar er enn mikil neyð og þúsundir innlyksa.

Talið er eitrað hafi verið fyrir erindrekum sem tóku þátt í friðarviðræðum Úkraínumanna og Rússa í byrjun mánaðarins. Þeirra á meðal er rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich.

Á tímabilinu 2010 til 2020 voru sex myrtir af maka sínum. Í fimm af þessum sex tilvikum voru karlar gerendur og konur þolendur.

Miklir vatnavextir hafa verið síðustu daga víða um land. Bóndi í Ásahreppi segist ekki hafa séð jafnmikil flóð allan sinn tólf ára búskap í hreppnum.

Kostnaður sveitarfélaga á hvern grunnskólanemanda er allt fimmfalt meiri hjá minni sveitarfélögum en hjá þeim stóru. Sveitarfélögum fækkar um tvö eftir sameining var samþykkt um helgina.

Akureyrarbær hefur hafnað ósk ríkisins um byggja bílakjallara undir fyrirhugaða heilsugæslustöð.

Forsætisráðherra boðar

Birt

28. mars 2022

Aðgengilegt til

29. mars 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.