Spegillinn

Leiðtogar funda í Brussel og skólamál

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kynntu í dag hertar aðgerðir og aukinn viðbúnað í Austur-Evrópu. Hér á landi á auka netöryggi og viðbúið er aukin umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fylgi stríðsátökunum í Úkraínu. Við ræðum við forsætisráðherra sem er í Brussel.

Og við höldum áfram fjalla um skólamál í seinni hluta þáttarins. Mennta- og barnamálaráðherra bindur vonir við menntastefna og löggjöf um farsæld minnki meðal annars það bil sem er á milli skólakerfa, og mismun á milli skóla í þéttbýli og í dreifðari byggðum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ásmund Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra.

Helstu atriði frétta:

Forsætisráðherra segir hertar aðgerðir þýði ekki beina aðkomu Íslands. Hér snúi þær fyrst og fremst mannúðarmálum, móttöku flóttamanna og auknum fjárfestingum í netöryggismálum

Lögmaður tveggja barna Sævars Ciesielski, sem dæmdar voru 154 milljónir króna í bætur í dag, telur víst niðurstaðan hvetji aðra afkomendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu til gera kröfur á hendur ríkissjóði.

Bandalag háskólamanna vill lífeyrissjóðir fái fjárfesta frekar og hraðar í erlendum eignum en gert er ráð fyrir í tillögu frumvarps fjármálaráðherra.

Líklegt er ráðast þurfi í lagfæringar til bráðabirgða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli til greiða fyrir auknu millilandaflugi þar í sumar.

Spegillinn 24. mars 2022

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

24. mars 2022

Aðgengilegt til

25. mars 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.