Spegillinn

Salan á Íslandsbanka og lífeyrismál

Síðdegis í gær var tilkynnt um sölu á rúmlega fimmtungs hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eftirspurn var mikil og fékk ríkið 52 og hálfan milljarð fyrir hlutina sem voru seldir og á 42,5% í bankanum; ekki kemur í ljós hverjir keyptu fyrr en í næstu viku en hlutirnir voru boðnir stofnfjárfestum ekki almenningi.

Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir ýmislegt skýra það þessu sinni séu hlutir boðnir fagfjárfestum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Má.

Alltof margir spá lítið sem ekkert í lífeyrisréttindum sínum og fólk er helst til kærulaust með ganga úr skugga um allt með felldu. Lífeyrisréttindi sambúðarfólks geta verið misjöfn og það þarf passa tímanlega réttindi hvers og eins séu tryggð. Bjarni Rúnarsson ræddi við Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða og fyrst var spurt hverju fólk flaskar helst á í lífeyrismálum.

Helstu atriði frétta:

Fjármálaráðherra segir við söluna á bréfum í Íslandsbanka hafi áhersla verið lögð á kaupendur borðinu sem ekki væru leita skjótfengnum gróða.

Tvennt var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir sprengingu í verksmiðju á Grenivík síðdegis í dag. Báðir eru mikið slasaðir.

Íbúum úkraínsku borgarinnar Chernihiv er haldið í gíslingu af rússneska hernum sögn umboðsmanns mannréttindamála í Úkraínu. Framkvæmdastjóri NATO boðar aukinn viðbúnað í Austur-Evrópu.

Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins vonast til öldur innan verkalýðshreyfingarnar lægi á næstunni. Þar geti eftirmaður hans lagt hönd á plóg.

Frá og með fyrsta apríl verða hraðpróf hjá einkafyrirtækjum ekki lengur ókeypis.

Spegillinn 23. mars 2022.

Umsjónarmaður: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Mark Eldred.

Stjórn fréttaútsendinga: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

23. mars 2022

Aðgengilegt til

24. mars 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.