Spegillinn 22. mars 2022
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir,
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Rússneski herinn hefur gjöreyðilagt minnst 10 spítala í Úkraínu að sögn yfirvalda þar. Antoniu Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir áhrifa stríðsins gæta um víða veröld og ógna fæðuöryggi í heiminum. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman.
Ríkið gæti fengið um 50 milljarða króna fyrir þá hluti sína í Íslandsbanka sem settir voru í sölu í dag.
Stjórnvöld þurfa að bregðast við hækkandi olíuverði af meiri festu segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann.
Mörg Evrópuríki fóru of bratt í að slaka á sóttvörnum vegna COVID að dómi Hans Kluges umdæmisstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Faraldurinn er enn í uppsveiflu í fjölmörgum ríkjum í álfunni. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanrikisráðherra segir sorglegt að sjá árangur af þróunarsamvinnu nánast þurrkast út í COVID-faraldrinum. Diljá Mist Einarsdóttir, (D) var málshefjandi sérstakrar umræðu um þróunarsamvinnu á þingi í dag.
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að að ræða eigi á ný um lausagöngu katta í bænum. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hana.
------------
Þrátt fyrir linnulausa bardaga er rætt um að mjakist í friðarátt í viðræðum fulltrúa ríkjanna; haft eftir talsmanni Kremlar að lítils háttar árangur sé að nást þó að það mætti vera meira hald í viðræðunum. Forseti Úkraínu sagðist í gær tilbúinn að falla frá umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu og að ræða mætti um framtíð Krímskaga og Donbas. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir að því miður sé allt útlit fyrir að átökin í Úkraínu dragist á langinn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Ingvar Sigurgeirsson kennslufræðiprófessor sagði í Speglinum gær að stór og fjársterk sveitarfélög rækju grunnskólann yfirleitt með prýði, en reynslan hefði sýnt að börn í litlum og fjárhagslega illa settum sveitarfélögum hefðu setið eftir í þjónustu eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskólanum af ríkinu fyrir 25 árum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Svandísi Ingimundardóttur skólamálafulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.