Spegillinn

Sjúkrahús eyðilögð í Úkraínu, sala á hlut í Íslandsbanka og skólamál

Spegillinn 22. mars 2022

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir,

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Rússneski herinn hefur gjöreyðilagt minnst 10 spítala í Úkraínu sögn yfirvalda þar. Antoniu Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir áhrifa stríðsins gæta um víða veröld og ógna fæðuöryggi í heiminum. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman.

Ríkið gæti fengið um 50 milljarða króna fyrir þá hluti sína í Íslandsbanka sem settir voru í sölu í dag.

Stjórnvöld þurfa bregðast við hækkandi olíuverði af meiri festu segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann.

Mörg Evrópuríki fóru of bratt í slaka á sóttvörnum vegna COVID dómi Hans Kluges umdæmisstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Faraldurinn er enn í uppsveiflu í fjölmörgum ríkjum í álfunni. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanrikisráðherra segir sorglegt sjá árangur af þróunarsamvinnu nánast þurrkast út í COVID-faraldrinum. Diljá Mist Einarsdóttir, (D) var málshefjandi sérstakrar umræðu um þróunarsamvinnu á þingi í dag.

Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir ræða eigi á um lausagöngu katta í bænum. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við hana.

------------

Þrátt fyrir linnulausa bardaga er rætt um mjakist í friðarátt í viðræðum fulltrúa ríkjanna; haft eftir talsmanni Kremlar lítils háttar árangur nást þó það mætti vera meira hald í viðræðunum. Forseti Úkraínu sagðist í gær tilbúinn falla frá umsókn um aðild Atlantshafsbandalaginu og ræða mætti um framtíð Krímskaga og Donbas. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir því miður allt útlit fyrir átökin í Úkraínu dragist á langinn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.

Ingvar Sigurgeirsson kennslufræðiprófessor sagði í Speglinum gær stór og fjársterk sveitarfélög rækju grunnskólann yfirleitt með prýði, en reynslan hefði sýnt börn í litlum og fjárhagslega illa settum sveitarfélögum hefðu setið eftir í þjónustu eftir sveitarfélögin tóku við grunnskólanum af ríkinu fyrir 25 árum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Svandísi Ingimundardóttur skólamálafulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Frumflutt

22. mars 2022

Aðgengilegt til

23. mars 2023
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.