Spegillinn 21. mars 2022
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Varnarmálaráðherra Úkraínu segir Rússa fremja þjóðarmorð í borginni Mariupol þar sem hundruð þúsunda hafa setið föst í þrjár vikur án vatns og rafmagns. Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið kallaður á teppið í Moskvu.
Nauðsynlegt er að tryggja að laun æðstu stjórnenda hjá ríkinu auki ekki á gliðnun í samfélaginu segir forsætisráðherra.
Hreinsunarstörfum eftir olíuleka á Suðureyri í Súgandafirði er lokið, stormatíðin reyndist hjálpleg í að losna við olíumengunina. Íbúafundur verður á Suðureyri í vikunni.
Íslenskur talmeinafræðingur sem ekki fékk að sinna fjarþjónustu við börn þar sem hún býr í Danmörku hafði betur í glímu sinni við Sjúkratryggingar. Eftir að lögfræðingar EFTA skárust í málið var henni leyft að sinna börnum á Íslandi.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur mikilvægt að það sé meirihluti á Alþingi til að hægt sé að fylgja eftir aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ef sá meirihluti sé fyrir hendi eigi hann að leita leiðsagnar þjóðarinnar áður en haldið sé áfram.
Ekki stendur til að ráða prest til að sinna sálgæslu við Sjúkrahúsið á Akureyri þrátt fyrir að sú staða hafa verið laus í nokkurn tíma.
Lengri umfjöllun:
Það sem af er ári hafa 620 manns sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þar af eru tæplega 400 umsóknir frá Úkraínu, í þessum mánuði einum. Það mæðir mikið á Útlendingastofnun vegna þessa. Opnuð verður sérstök móttökustöð þar sem allt verður undir einum hatti fyrir flóttafólk frá Úkraínu, í Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi í dag við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar. Kristín var fyrst spurð að því hvernig stofnunin ætli að takast á við þetta stóra verkefni sem móttaka flóttafólks er.
Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga fyrir 25 árum var gæfuspor fyrir stór, öflug sveitarfélög og minni vel stæð sveitarfélög. Þetta segir Ingvar Sigurgeirsson fyrrverandi prófessor í kennslufræði. Börn í litlum og/eða fjárhagslega illa stæðum sveitarfélögum líða tíðum fyrir ójöfnuð því baktryggingu vantar. Grunnskólinn hefur nú verið á forræði sveitarfélaganna í landinu í rúm 25 ár. 1. ágúst 1996 tóku sveitarfélögin við rekstri grunnskólans af ríkinu. Þetta var stórt skref, einn viðamesti flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga sem um getur. Ingvar Sigurgeirsson fyrrverandi prófessor í kennslufræði við Háskóla Íslands og nú sjálfstætt starfandi skólaráðgjafi hefur góða yfirsýn yfir hvernig til hefur tekist síðastliðin 25 ár. Hann he