Ef færa þarf Landspítalann af óvissustigi yfir á hættustig verður að draga úr starfsemi og valkvæðum aðgerðum. Tilkynnt var í dag um fjölgun rýma á Landakoti til að létta undir með Landspítalanum. Kristín Sigurðardóttir sagði frá og ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni.
Um og yfir 30 prósent þeirra sem sinna grunnskólakennslu á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurnesjum eru án kennsluréttinda. segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.
Tölvuþrjótar réðust á póstþjón Háskólans í Reykjavík?í síðustu viku og dulkóðuðu skrár. Ragnhildur Helgadóttir rektor segir ekki koma til greina að verða við kröfum lausnargjald fyrir gögn.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fer í vettvangsferð til Borgarness á morgun, segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar sem segir að síðar í vikunni verði rætt við kærendur.
Þingmenn á breska þinginu minntust í dag félaga síns Davids Amess, sem var stunginn til bana fyrir helgi. Ásgeir Tómasson sagði frá.
------------
Það er kennaraskortur í grunnskólum landsins, en mismikill eftir landshlutum. Ástæðurnar eru margþættar segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Kristján Sigurjónsson ræddi við hana.
Kórónuveiran verður hér áfram og faraldurinn gufar ekki upp á meðan fáir eru bólusettir á stórum svæðum. Þó standa vonir til þess að sýkingarmáttur veirunnar dvíni svo hún verði bara ein af þeim veirum sem valda öndunarfærasýkingum segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.
Morðið á breska þingmanninum David Amess leiðir athyglina að hörkunni í pólitískri umræðu. Það sést ekki úti í samfélaginu að vináttubönd stjórnmálamanna ganga iðulega þvert á flokkslínurnar. En svívirðingar og gífuryrði á samfélagsmiðlunum vekja ugg. SIgrún Davíðsdóttir tók saman.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnúson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir