• 00:01:34Bókatíðindi og bókasöfnun
  • 00:17:07Þormóður Torfason e. Bergsvein Birgisson: Rýni
  • 00:27:41Ida Pfeiffer ferðabókahöfundur

Víðsjá

Ida Pfeiffer, bókatíðindi, Þormóður Torfason

Ida Pfeiffer, einhver víðförlasta kona sinnar samtíðar og einn vinsælasti ferðabókahöfundur nítjándu aldar, er líklega fyrsta konan til ganga á Heklu og taka hér ljósmyndir. Hún kolféll fyrir ægifagurri náttúru Íslands en var hissa sóðaskap, drykkju og dónaskap landans. Ida steig hér á land eftir hræðilega sjóferð frá Kaupmannahöfn vorið 1845 og ritaði bók um ferðir sínar. Bókin Íslandsferð Idu Pfeiffer kom nýverið út í íslenskri þýðingu Guðmundar Jóns Guðmundssonar. Við heyrum brot úr bókinni og ræðum við Guðmund um þessa austurrísku ævintýrakonu.

Bókin Þormóður Torfason, Dauðamaður og dáður sagnaritari, eftir Bergsvein Birgisson kom út í Noregi 2020, en kom nýverið út í íslenskri þýðingu Vésteins Ólasonar. Sölvi Halldórsson rýnir í verkið í þætti dagsins.

En við hefjum þáttinn á hefðbundum bókatíðindum um þetta leyti árs og bókasöfnun - og höldum ein 65 ár aftur í tímann.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson

Frumflutt

5. des. 2022

Aðgengilegt til

6. des. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.