Víðsjá

Reynir Vilhjálmsson og Hesturinn innanverður

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt er fæddur í Reykjavík árið 1934. Þegar hann kom heim úr námi í byrjun sjötta áratugarins var Reykjavík berangursleg borg sem var í þann mund springa út. Borgin átti eftir breiða úr sér en einnig verða grænni og skjólríkari. Reynir kom heim til vinna í nýju aðalskipulagi og taka þátt í uppbyggingu nýrra hverfa, Árbæjar og Breiðholts, en á löngum ferli hefur Reynir komið óteljandi verkefnum. Leiksvæðum og íbúðahverfum í borginni, grænum svæðum á borð við Elliðaárdalinn, Laugardalinn og Miklatún, sem og snjóflóðavarnargarðinum á Siglufirði. Reynir hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands við hátíðlega athöfn í Grósku. Reynir verður gestur Víðsjár í dag og lítur með okkur yfir farinn veg.

"Þú ferð einn þíns liðs, berfættur, inn um rauf á skúlptúr sem hefur lífræna lögun og útlit. Augun aðlagast myrkrinu þar inni, mjúk og gróf form birtast þér. Þú finnur vísbendingar um dýr og önnur fyrirbæri, loftið er þrungið krydduðum ilmi, jörðin er mjúk og hreyfanleg." Svona hljómar lýsing á innsetningu sem gestum býðst upplifa í Hafnarhúsi og hefur titilinn Horse Inside Out, eða Hestur innanverður. Víðsjá skreið fram úr rúminu í morgun og fetaði sig í gegnum morgunmyrkrið inn í þessa dularfullu innsetningu. Við heyrum af því í síðari hluta þáttar.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

22. nóv. 2022

Aðgengilegt til

23. nóv. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.