Víðsjá

Bjarni Snæbjörnsson, Geigengeist

Bjarni Snæbjörnsson, leikari, söngvari og leikskáld, hefur komið ótrúlega víða við. Hann hefur leikið bæði með sjálfstæðum leikhópum og í stóru leikhúsunum síðustu ár, en líka komið fram sem söngvari og veislustjóri og starfað við kennslu í áraraðir. Bjarni sló rækilega í gegn með söng-og einleiknum Góðan daginn, faggi á liðnu leikári, verk sem hann samdi upp úr eigin reynslu, og sem er hálfgert uppgjör við skömmina yfir því vera hinsegin. Bjarni verður gestur okkar í svipmynd dagsins.

En við hefjum þáttinn á rýni frá Nínu Hjálmarsdóttur, sem lagði leið sína á frumsýningu nýs dansverks í Borgarleikhúsinu. Verkið Geigengeist er afrakstur samstarfs á milli teknófiðludúóisins Geigen og Íslenska dansflokksins.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Birt

16. nóv. 2022

Aðgengilegt til

17. nóv. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.