• 00:01:15Allt sem rennur - Bókarýni
  • 00:08:45Guðmundur Ingólfsson - Svipmynd

Víðsjá

Svipmynd af Guðmundi Ingólfssyni og Allt sem rennur

Guðmundur Ingólfsson er meðal okkar fremstu ljósmyndara. Hann er af 68 kynslóðinni, kynntist ungur ljósmyndun og fór mynda umhverfi sitt með hinni klassísku Leicu vél áður en hann varð unglingur. Hann fór utan til Þýskalands í ljósmyndanám, upplifði stúdentauppreisnina beint í æð og kom heim með hugmyndir um verða sinn eigin herra og lifa af ljósmynduninni. Það gekk eftir og síðan hefur hann ekki lagt frá sér vélina, og ætli landslagsmyndir auk mynda úr Reykjavík, fyrst og fremst af arkitektúr, séu ekki hans þekktustu verk. Guðmundur verður gestur okkar í Svipmynd dagsins, og kemur sjálfsögðu með tónlist undir hendinni.

Við fáum líka bókarýni frá Gauta Kristmannssyni, sem fjallar um nýútkomna ljóðsögu Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Allt sem rennur.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

9. nóv. 2022

Aðgengilegt til

10. nóv. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.