• 00:02:05Geometría
  • 00:28:21Heimsins hnoss

Víðsjá

Geometría og Heimsins hnoss

Á sjötta áratugnum dvaldi hópur íslenskra listamanna í París og drakk í sig menningu meginlandsins. Úr varð eitt heilsteyptasta tímabil í íslenskri listasögu, þegar geómetrísk abstraktlist varð ríkjandi meðal listamanna og myndlistin hér á landi varð í fyrsta sinn í raun samstíga því sem var gerast í norrænni og evrópskri myndlist. Listamenn hættu skírskota til veruleikans og kusu frekar eintóna litafleti og geómetrískan strangleika í leit sinni sannri tjáningu innri manns án utanaðkomandi áhrifa. Þessu merkilega tímabili í listasögunni eru gerð ítarleg skil í nýútkominni bók og á viðamikilli sýningu í Gerðarsafni um þessar mundir. Við lítum við í Kópavoginum hér rétt á eftir og hittum sýningastjóra Geometríu, þær Brynju Sveinsdóttur og Cecilie Gaihede.

Við förum líka í heimsókn í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands og ræðum þar við nokkra aðstandendur sýningar sem heitir Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati). Sýningin miðlar afrakstri stórs rannsóknarverkefnis sem hefur staðið síðustu ár og var unnið af hópi fræðimanna við Háskóla Íslands í samstarfi við erlenda aðila. Á nýju sýningunni fáum við innsýn í það hvað fólk átti fyrr á tíð, hvers virði eigur þess voru og hvernig eigur fólks fyrr á öldum endurspeglast í varðveittum menningararfi þjóðarinnar.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Guðni Tómasson

Frumflutt

3. nóv. 2022

Aðgengilegt til

4. nóv. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.