• 00:02:21SÁL Leiklistarskólinn
  • 00:19:15Verkamannasöngvar
  • 00:30:40Turner verðlaunin
  • 00:42:33Nostalgía-María Elísabet Bragadóttir

Víðsjá

Nostalgía , verkamannalög, Sýning um SÁL og Turner verðlaunin

SÁL skólinn er merkileg stofnun, leiklistarskóli stofnaður og rekinn af nemendunum sjálfum. Honum var komið á fót haustið 1972, og starfsemi hans spannaði þrjú ár. SÁL stendur fyrir samtök áhugafólks um leiklistarnám. Þar fór mikið hugsjónastarf og barátta leiklistarnemenda fyrir opinberum stuðningi, sem náði lendingu með tilkomu Leiklistarskóla Íslands árið 1975. Í tilefni þess 50 ár eru liðin frá stofnun skólans hefur Leikminjasafnið blásið til sýningar í Landsbókasafninu og þangað förum við í þætti dagsins.

Rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir vakti mikla athygli með smásagnasafninu Herbergi í öðrum heimi, sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi árið 2020, og hefur sömuleiðis fengið mikið lof fyrir Sápufuglinn, sem kom út hjá sama forlagi síðasta vor. María Elísabet er með háskólagráðu í heimspeki og hefur síðustu ár skrifað og flutt pistla um ýmis málefni á fjölbreyttum vettvangi. Í lok þáttar færir hún okkur hugleiðingu um nostalgíu.

Við skoðum líka hvaða listamenn eru tilnefndir til Turner verðlaunanna en þessu sinni eru það fjórar myndlistarkonur frá ólíkum hornum breska samveldisins. Sýning á verkum þeirra var opnuð í Tate safninu í Liverpool í síðustu viku.

Frá verkamannaborginni á Bretlandseyjum færum við okkur yfir hafið og til verkamanna í smáborgum Bandaríkjanna. Tónlistarkonan Jelena Tjír-ítsj flytur okkur pistil um stéttarbaráttulög 20. aldar og skoðar fyrirbærið "company towns" eða fyrirtækjabæi í því samhengi.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

27. okt. 2022

Aðgengilegt til

28. okt. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.