Víðsjá

List án landamæra, Norrænir músíkdagar, snjallhljóðfæri, Gdansk hátíð

?Ég vona svo innilega 2023 verði metár í umsóknum fatlaðra hjá Listaháskóla Íslands, af því ég ætla reyna í þriðja sinn,? sagði Þórir Gunnarsson, öðru nafni Listapúkinn, í samtali okkar, en hann mætti í hljóðstofu Víðsjár í morgun, til ræða listahátíð fatlaðs fólks, List án landamæra, ásamt listakonunni Hörpu Rut Elísdóttur, og Jóhönnu Ásgeirsdóttur, listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Þau sögðu frá hátíðinni, dagskránni framundan og tilgangi hennar, en það sem brann helst á Þóri og Hörpu var aðgengi fatlaðs fólks listnámi.

Það er meiriháttar hátíðarþema í þætti dagsins og við sláum á þráðinn til Póllands, nánar tiltekið til Gdansk, þar sem stendur yfir metnaðarfull íslensk sviðslistahátíð. Meðal sýninga og listamanna sem þar koma fram eru Club Romantica, Öland, Hatari, danssýningin Dalurinn og kammeróperan Ekkert er sorglegra en manneskjan. Við kynnum okkur nánar hvað er í gangi í Shakesphere leikhúsinu í Gdansk með því hringja í listrænan stjórnanda hátíðarinnar, Guðmund Inga Þorvaldsson..

Þráinn Hjálmarsson, tónskáld, flytur okkur í dag sinn annan pistil um málefni samtímatónlistar. þessu sinni fjallar hann um gervigreind og svokölluð snjallhljóðfæri, sem tengjast einmitt síðustu hátíð þáttarins, Norrænum músíkdögum.

Í dag fer opnunarviðburður Norræna músíkdaga fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, samhliða opnun á sýningu á snjallhljóðfærum, sem stendur jafnlengi og hátíðin varir, eða fram yfir næstu helgi. Í lok þáttar fáum við til okkar þær Gunnhildi Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Tónskáldafélags Íslands, og Valgerði Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar. Þær segja okkur nánar frá Norrænum músíkdögum, samtímatónlistarsenunni á Íslandi og frá nýrri skýrslu um umhverfi samtímatónlistar á Norðurlöndum.

Frumflutt

11. okt. 2022

Aðgengilegt til

12. okt. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.