Víðsjá

Björk

Björk Guðmundsdóttir verður gestur Víðsjár í dag. Björk hefur þegar gefið út þrjú lög af væntanlegri plötu, Fossoru. Við ræðum þessi lög í dag, en líka plötuna í heild sinni, hvaða fræ gáfu henni líf, hvaða tilfinningar gáfu henni kjöl og hvaða taktar komu henni á flug.

Björk segir okkur frá óendanlega skapandi ferli við hljóð- og myndheim plötunnar, hlátursköstum og náttúrunni á Þingvöllum, hljóminum í sorginni, tengingunni við gabba-taktinn, vindmyllum og vonbrigðum, frægð í æsku, tilfinningahnitum og ástarlögum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

22. sept. 2022

Aðgengilegt til

23. sept. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.