• 00:02:48Karl Kvaran arkitekt - Hugarflug
  • 00:22:17Documenta í Kassel- Marteinn Sindri Jónsson
  • 00:32:59Summa og sundrung í Listasafni Árnesinga

Víðsjá

Summa og sundrung, Hugarflug, Documenta

Hugarflug, árleg rannsóknarráðstefna Listaháskóla Íslands, er vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun, og arkitektúr. Þema hátíðarinnar þetta árið er Enginn er eyland. Leitast verður við greina þá víðsjárverðu tíma sem við lifum, og hugsa hvernig best hlúa samfélögum okkar og næra grunngildi þeirra. Fjöldi fólks tekur til máls og meðal þeirra er Karl Kvaran arkitekt, en hann opnar Hugarflug með stafrænni innsetningu sem tengir saman franska heimspeki Édouard Glissant og framtíðarsýn bandaríska arkitektsins Richard Buckminister Fuller. Karl Kvaran verður gestur okkar í dag.

Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði opnaði nýlega metnaðarfull sýning undir yfirskriftinni Summa og sundrung. Sýningin er umfangsmikið samvinnuverkefni sem spannar áratugalanga ferla vi?deo?- og raflistarfrumkvo?ðlanna Garys Hill, Steinu og Woodys Vasulka. Víðsjá brunaði í Hveragerði um helgina og hitti þar einn af þremur sýningarstjórum sýningarinnar, Halldór Björn Runólfsson, ásamt bandaríska vídjólistamanninum Gary Hill, sem sýnir í fyrsta sinn verk sín á Íslandi.

Og við fáum fréttir frá Kassel í Þýskalandi. Mikill styr hefur staðið um hátíðina sökum ásakana um gyðingahatur í myndmáli nokkurra verka sem eru til sýnis. Svo mikið fjaðrafok hefur orðið menningarmálaráðherra Þýskalands tók afstöðu til málsins, framkvæmdastjórn hátíðarinnar sagði af sér og einhverjir listamenn tekið verk sín af svæðinu. Marteinn Sindri Jónsson færir okkur fréttir frá Kassel í þætti dagsins.

Frumflutt

21. sept. 2022

Aðgengilegt til

22. sept. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.