Leikverkið Á eigin vegum var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Leikgerðin byggir á skáldsögu metsöluhöfundarins Kristínar Steinsdóttur sem kom út árið 2006, en bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin árið 2007. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið.
Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari á að baki langan feril prýddan fjölbreyttum verkum. Frá því hann kom úr námi í byrjun sjöunda áratugarins hefur hann unnið þvívíð verk, fyrst og fremst í steypu, stál, járn og ál. Mörg útiverka hans eru kunnugir félagar í borgarlandslaginu, en þekktust eru sennilega álverkin 16 sem standa í Gufunesi. Listamaðurinn hafði sjálfur frumkvæði að þeim garði og gaf borginni síðar öll verkin. Víðsjá heimsótti Café Pysju í Grafarvogi þar sem nú stendur yfir sýning sem kallast Í Hallsteins nafni.
Einn fremsti rithöfundur Spánar, Javier Marías, féll frá í síðustu viku, sjötugur að aldri. Marías, sem lengi hefur verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels,
gaf út sextán skáldsögur og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Marías var einnig afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El País. Gauti Kristmannsson fjallar um Javier Marias í þætti dagsins.
Síðustu átt ár hefur Elvar Örn Kjartansson, ljósmyndari, unnið að umfangsmiklu ljósmyndaverkefni þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og myndað þar ýmis rými. Um er að ræða sto?rt og flo?kið kerfi sem samanstendur af mannvirkjum, stofnunum og þjónustufyrirtækjum og o?teljandi pörtum sem eru innviðir þess. Hvert og eitt þeirra þjo?nar sínum sérstaka tilgangi og sér til þess að þjo?ðfe?lagið nær að ganga sinn vanagang frá degi til dags og við lifum og hrærumst i? því nánast óafvitandi. Víðsjá heimsótti ljósmyndasýninguna Kerfið og við heyrum af því í lok þáttar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir