Víðsjá

Óður til bensínstöðvar, æskuminningar, landverðir og Tove Janson

Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning undir yfirskriftinni Landvörður. Það er sýning á ljósmyndum Jessicu Auer, listakonu sem búsett er á Seyðisfirði og hefur síðustu ár unnið markvisst myndrænni skrásetningu á áhrifum fjöldaferðamennsku á íslenskt landslag og samfélag. Í dag munu Félagar í Landvarðafélagi Íslands veita innsýn í heim landvarða með erindum á Ljósmyndasafninu. Þær Nína Aradóttir, formaður Landvarðafélags Íslands, og Júlía Björnsdóttir, landvörður í Öskju, munu fjalla um mikilvægi náttúrutúlkunar þegar kemur náttúruvernd. Víðsjá heimsótti sýninguna og heyrði nánar af viðburðinum og starfi þeirra Júlíu og Nínu sem landverðir.

Á laugardag fer fram viðburður í Hörpu undir yfirskriftinni Dagur á mörkum veruleika og ímyndunar í heimi Tove Jansson. Flestir þekkja Jansson sem höfund Múmínálfanna, en hún var stórbrotin persóna og mikill listamaður. Líf hennar og ævistarf kveikir allskyns vangaveltur og spurningar sem verða reifaðar með fjölbreyttum hópi gesta í Hörpu. Gerður Kristný skipulagði dagskrána og hún verður gestur okkar í þætti dagsins ásamt séra Sigríði Guðmarsdóttur, sem tekur þátt í málstofu sem kallast Andspænis halastjörnunni: Trú, fagurfræði og heimspeki í múmíndal

Skáldið Örn Elvar Arnarsson flytur okkur sinn annan pistil, sem þessu sinni snertir á byggingu sem hann tengist sterkum böndum, bensínstöð sem er við það hverfa úr borgarlandslaginu.

Á þriðjudag var borinn til grafar Erlingur Jónsson myndhöggvari, fæddur árið 1930 á Vatnsleysuströnd. Erlingur starfaði list sinni áratugum saman, meðal annars í Noregi og Reykjanesbæ en fyrst, um miðja 20. öldina, starfaði hann sem nemandi og aðstoðarmaður Sigurjóns Ólafssonar. Í þætti sem var fluttur hér á Rás1 árið 2010 sem hét ?Erlingur minn, hvað ertu gera?? sagði Erlingur frá fyrstu upplifun sinni af myndlistinni og hugmyndinni um rými í henni. Við heyrum þessa lýsingu í þætti dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

8. sept. 2022

Aðgengilegt til

9. sept. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.