• 00:01:57Helga Rut Guðmundsdóttir um tónlistariðkun
  • 00:16:55Daniil Trifonov
  • 00:30:37Berglind Jóna Hlynsdótti um Hamraborg

Víðsjá

Hamraborg Fjöleignarhús, Daniil Trifonov, tónlistarkennsla

Manneskjan virðist vera hönnuð fyrir tónlist og tónlistariðkun dregur fram það besta í okkur. Þetta segir Helga Rut Guðmundsdóttir, prófessor á menntavísindasviði háskóla íslands og við háskólann í Bergen. Nýlegar rannsóknir Helgu Rutar benda einnig til þess fátt styðji betur við tungumálanám og máltöku barna en tónlistariðkun og tónlistarnám gríðarlega gagnlegt þeim sem glíma við lesblindu eða athyglisbrest. Helga verður gestur okkar í þætti dagsins.

Berglind Jóna Hlynsdóttir hefur rannsakað almenningsrými í meira en áratug. Hún hefur meðal annars gert verk sem fjalla um Hljómskálann í Hljómskálagarði, um klukkuna á lækjartorgi, tollhúsið og útvarpsstöðina Hamraborgarrásina. Byggingar sem vitni um sögu og samfélagsgerð eru meginþráðurinn í hennar nýjasta verki sem kallast Hamraborg FJöleignarhús, og sem er hluti af Hamraborgarfestivalinu, þar sem hún er heiðurslistamaður. Verkið veltir upp mörgum spurningum, meðal annars hvernig við ákveðum byggja samfélög og hvernig við varðeitum minningar, og á sama tíma er það er óður til fólksins sem byggði og dvaldi í Hamraborg, en samfélagið þar skapaðist miklu leiti í gegnum bílakjallara. VIð förum í ferðalag um Hamraborgina í þætti dagsins.

Rússneski einleikarinn Danill Trifonov, einhver merkasti píanóliekari samtímans, leikur á tvennum tónleikum á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag og laugardag. Fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu hér hjá okkur á Rás 1 og Guðni Tómasson ætlar hita upp fyrir tónleikana hjá okkur í Víðsjá dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Frumflutt

6. sept. 2022

Aðgengilegt til

7. sept. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.