• 00:01:41Ævarandi hreyfing
  • 00:15:05Dætur í Hamraborg
  • 00:32:16Ómar fortíðar

Víðsjá

Dætur, Ómar fortíðar, Ævarandi hreyfing

Við hugum nýrri myndlistarbók sem heitir Ævarandi hreyfing og er sýningarskrá fyrir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns á tvíæringnum í Feneyjum.

Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar verður gestur þáttarins.

Ómar fortíðar er plata sem Ómar Guðjónsson gaf út á dögunum, og frumflutti á nýafstaðinni djazzhátíð í Reykjavík. Ómar og félagar hans, Matthías Hemstock og Tómas Jónsson, leika á plötunni þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga, í nýjum og óvæntum útsetningum, þar sem fetilgítar leikur aðalhlutverk. Við heyrum af sköpunarferlinu undir lok þáttar.

Um helgina fór fram, í annað sinn, Hamraborgarfestival. Opnunarverk hátíðarinnar var gjörningurinn Dætur, eftir þær Önnu Kolfinnu Kuran og Elísabetu Birtu Sveinsdóttur. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur frá gjörningnum í pistli dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Frumflutt

29. ágúst 2022

Aðgengilegt til

30. ágúst 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.