• 00:01:31Hamraborg festival
  • 00:14:26Friðgeir Einarsson 4.pistill
  • 00:29:28 Lófalestur

Víðsjá

Hamraborg, Hornstrandir og listin í lófalestri

Í Víðsjá dagsins kynnum við okkur nýlega og mjög metnaðarfulla listahátíð í Kópavoginum, Hamraborg Festival. Rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen og Kamilla Einarsdóttir sögðu okkur aðeins frá hátíðinni, endurnýjaðri ímynd Kópavogs og nýútkominni bók, Með Hamraborg á heilanum, sem kemur út í tilefni af hátíðinni.

Þá fáum við óvenjulega heimsókn í hljóðstofu: Myndlistarkonan Freyja Eilíf og handarannsakandinn Jana Napoli lásu í lófa Höllu og sögðu okkur frá verkefninu Hendur Íslands, sem felst í því lesa í lófa og taka myndir af höndum 1% Íslendinga. Lófalestur þeirra Jönu og Freyju verður meðal fjölda viðburða á Hamraborg Festival um helgina.

Friðgeir Einarsson hefur síðustu vikur fært okkur pistla um sumarfrí og deilt með okkur áhyggjum og vangaveltum um allt það sem huga þarf á þessum krefjandi tíma ársins. Í sínum síðasta pistli af fjórum heldur Friðgeir á Hornstrandir í leit svörum.

Og við heyrum smá spuna frá Davíð Þór Jónssyni, píanóleikara, sem tekur á móti gestum á síðustu stofutónleikum sumarsins á Gljúfrasteini á sunnudaginn.

Frumflutt

25. ágúst 2022

Aðgengilegt til

26. ágúst 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.