Víðsjá

Ópera um uppgjör, myndlist um bil og samtal tveggja jazzara

Þankar um þögnina, einlægt samtal tveggja jazzara og ópera um uppgjör er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins.

Eitt orð getur rofið ævilanga þögn - svo hljóðar undirskrift óperunnar Þögnin, sem sýnd verður í Tjarnarbíó um næstu helgi. Um er ræða glænýtt íslenskt verk úr smiðju tónskáldsins Helga Rafns Ingvarssonar og handritshöfundarins og leikstjórans Árna Kristjánssonar. Við fáum þá félaga í hljóðstofu til þess ræða verkið, þögnina, og föðurhlutverkið.

Í tilefni af yfirstandandi Jazzhátíð og útkomu nýrrar plötu bauð Pétur jazzpíanóleikaranum, tónhöfundinum og flautuleikaranum Kristjáni Tryggva Martinssyni til sín í þularklefann. Við heyrum spjall þeirra félaga um nýútkomna plötu, Stökk, jazzsenuna í Amsterdam og föðurhlutverkið.

Víðsjá tók líka púlsinn á myndlistarkonunni Jónu Hlíf Halldórsdóttur, en sýning hennar, Líking, verður opnuð á föstudag í Gallerí Berg á Klapparstíg.

Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir

Birt

16. ágúst 2022

Aðgengilegt til

17. ágúst 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.