Víðsjá

Bréfaskriftir listamanna, Þuríður Pálsdóttir, Indland og leikhús

Fyrirmæli í pósti frá Budapest, kvenfyrirmyndir í listum og 700 ára gamalt handrit á Indlandsskaga er meðal þess sem verður boðið upp á í Víðsjá dagsins.

Í Listasafni Árnesinga stendur yfir sýning undir sýningarstjórn listfræðingsins Zsoku Leposu. Zsoka hefur síðustu ár rannsakað list og samskipti ungverskra og íslenskra myndlistarmanna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þegar strangar hömlur voru á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu. Listamenn í Ungverjalandi tóku upp á ýmsum hugvitsömum aðferðum til þess brjóta sér leið til vesturs, og fengu til þess meðal annars dygga aðstoð ungra íslenskra myndlistarnema.

Í Tengivagninum þann 27. júlí síðastliðinn spjölluðu þau Melkorka og Gunnar Hansson við bandarísk hjón sem eru nýflutt til Akureyrar. Þau sögðu okkur frá leiksýningu sem þá var í undirbúningi, og fór fram í Tjarnarbíói um helgina. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór á sýninguna The Women who rode away og fjallar um hana í leikhúspistli dagsins.

Við hugum líka fornu indversku, eða pakistönsku handriti, en á miðnætti voru 75 ár liðin frá þessi tvö nútímaríki, Indland og Pakistan, urðu til við uppskiptingu breska heimsveldisins sem áður réð ríkjum á Indlandsskaga.

En við byrjum á heiðra eina ástsælustu óperusöngkonu þjóðarinnar, Þuríði Pálsdóttur, sem lést fyrir helgi, 95 ára aldri. Þuríður var af miklu tónlistarfólki komin, dóttir Kristínar Norðmann píanókennara og Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara. Þuríður stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og söng fjölmörg óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis. Hún var líka yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans árið 1973 og vann ötullega söng- og tónmenntun í áratugi, meðal annars með því halda utan um þætti hér í Ríkisútvarpinu seint á sjöunda áratugnum. Heyrum tvö brot úr þættinum Tónlistartími barnanna, í umsjón Þuríðar Pálsdóttur, frá árinu 1969.

Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir

Birt

15. ágúst 2022

Aðgengilegt til

16. ágúst 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.