Víðsjá

Jaðarmenning í Reykjavík, hugmyndafræði stríðs og ár doðrantsins

Victoria Bakshina fjallar um Rússland eftir hrun Sovétríkjanna í fimm pistlum hér í Víðsjá. Í sínum fjórða pistli fjallar Victoria um stríð og hugmyndafræðina á bak við það. Einhverjir halda eftir hrun Sovétríkjanna hafi Rússland ekki tekið þátt í neinum stríðsátökum, en við nánari athugun á sögunni kemur í ljós stríðið hefur verið óhjákvæmilegur partur af sögu nútíma Rússlands, og innrásin í Úkraínu er rökrétt skref í langvarandi stríðsátökum. Victoria tekur til máls hér seinna í þættinum.

Jaðarmenningarhátíð í Reykjavík, Reykjavík Fringe festival hefst á morgun, föstudag. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún verið hreiðra um sig sem fastur liður í menningarlífi landsins. Danssýningar eru áberandi á hátíðinni í ár, í bland við ýmislegt spennandi eins og sirkuslistir, kabarett og uppistand. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar og einn stofnenda hennar Nanna Gunnars kemur til mín í spjall hér í lok þáttar og fer yfir sögu hátíðarinnar og við ræðum hlutverk hennar, jaðarinn og miðjuna.

Langar bækur geta verið afar fráhrindandi. Flest kannast við hafa sagt, eða heyrt einhvern segja, ef bókin er löng kannski bara best bíða eftir myndinni. Sem gerir eiginlega lítið úr bæði bókinni og myndinni. Bækur séu erfiðar, kvikmyndir auðmeltar. Ég hef verið kynna til leiks áskorun sem er blanda af gamni og alvöru um lesa eingöngu langar bækur, svokallaða doðranta. ár doðrantsins.?

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

23. júní 2022

Aðgengilegt til

24. júní 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.