Víðsjá

Fuglar, blaðamennska í Rússlandi, mannamyndir Kjarvals

Í hugum margra er Kjarval fyrst og fremst landslagsmálari, en hann teiknaði andlitsmyndir alla tíð og hóf ferilinn sem portrett málari. En landslagið var þó aldrei langt undan og með tímanum varð fantasían æ sterkari í mannamyndum Kjarvals, og stundum tók hún yfir. Þessi tengsl milli andlitsmynda hans og landslagsmynda virðast hafa blasað við mönnum frá byrjun, líkt og Aðalsteinn Ingólfsson bendir á í sýningartexta á sýningunni Andlit úr skýjum, mannamyndir Kjarvals. VIð ræðum við Aðalstein í þætti dagsins.

Í sínum þriðja pistli um sögu Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna fjallar Victoria Bakshina um blaðamennsku, eða fjórða valdið. Farið verður yfir sögu rússneskra fjölmiðla, hvernig þeir hurfu frá blómaskeiði tíunda áratugarins yfir í stöðuna sem er uppi, en samkvæmt heimildum Fréttamanna án landamæra er Rússland númer 175 í röðinni af 179 löndum þegar kemur tjáningarfrelsi. Einnig ræðir Victoria við Andrei Menshenin, blaðamann frá Rússlandi, sem veitir innsýn í rússneska blaðamennsku.

En við byrjum á því huga fuglum. Þessa vikuna erum við upplifa lengstu daga ársins, og sumarfrí er handan við hornið hjá mörgum okkar. Bjartar nætur og tímaleysi eru eitt af því sem einkennir íslenska sumarið, og félagar okkar í tímaleysinu eru sjálfsögðu fuglarnir sem toppa sumarnóttina með nærveru sinni. Við skulum rifja upp viðtal um fugla, sem Jóhannes tók við Ragnar Helga Ólafsson um þetta leyti árs, fyrir fjórum árum síðan.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Frumflutt

20. júní 2022

Aðgengilegt til

21. júní 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.