• 00:02:44ADHD
  • 00:12:40Framhald í næsta bréfi
  • 00:30:21Hjólið

Víðsjá

Allt í góðu, Framhald í næsta bréfi og ADHD á Skuggabaldri

Á útilverka-sýningunni Hjólinu þræða höggmyndir átta listamanna sig um borgarlandslagið, í grennd við hjóla og göngustíga. Þetta er í fimmta sinn sem þessi sumarsýning stendur yfir, en það er Myndhöggvarafélagið í Reykjavík í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Norræna húsið stendur henni. Yfirskrift Hjólsins þetta árið er ALLT Í GÓÐU en Kristín Dagmar Jóhannesdóttir er sýningarstjóri í ár. Víðsjá skellti sér í hjólatúr í morgun og hitti Kristínu Dagmar og þær Ragnheiði Gestsdóttur og Emmu Heiðarsdóttur.

Sending frá óþekktum aðila reynist fyrsta skrefið á slóð sem leiðir fólk í gegnum sögu af mannshvarfi í Kaupmannahöfn, munaðarlausri stúlku sem send er í vist árið 1931, starfsmannapartýi á Sölvhólsgötu við stríðslok og hörmulegu sjóslysi. Framhald í næsta bréfi er óvenjulegt leikhúsferðalag þar sem áskrifendur send bréf með reglulegu milli bili, umslag með ljósmyndum, símskeytum og dulkóðuðum skilaboðum í bland við hljóðverk. Allt eru þetta litlar vísbendingar í stærri frásögn, svokölluðu bréfaleikhúsi. Það eru þær Salka Guðmundsdóttir og Aðalbjörg Árnadóttir sem standa verkinu, Salka er höfundur sögunnar, leikritsins og Aðalbjörg hugmyndasmiðurinn - en vinna auðvitað saman því láta þetta ganga upp, bréfin berist á réttum tíma eins og á góðu og stundvísu pósthúsi.

Á djassknæpunni Skuggabaldri við Austurvöll ætlar hljómsveitin ADHD fagna sumrinu með tónleikum í kvöld og kynna um leið fyrirhugaða residensíu á Skuggabaldri sem fram fer í október á þessu ári. Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari ADHD er gestur Víðsjár í dag og segir frá.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

9. júní 2022

Aðgengilegt til

10. júní 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.