• 00:01:47 Jelena Ciric: Tónlistarrýnir
  • 00:12:07Skartgripir Dieter Roth
  • 00:27:33Spor og þræðir á Kjarvalstöðum

Víðsjá

Spor og þræðir, skartgripir Dieters Roth og Dalakofinn

Einn af fjölmörgum viðburðum sem hafa opnað eða munu opna dyr sínar í tengslum við Listahátið, er sýningin Spor og þræðir, sem opnar á morgun, 9.júní. Þetta er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Sýningarstjórar eru þau Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Birkir Karlsson og Halla hitti þau við undirbúning á Kjarvalstöðum. Einnig hitti hún á Eirúnu Sigurðardóttur og Önnu Andreu Winther.

Við heyrum líka af skartgripasmíði myndlistarmannsins Dieters Roth en sýning á skartgripum hans var opnuð um helgina í Listasafni Íslands. Sýningin er einnig hluti af Listahátíð í Reykjavík og hluti hennar er viðtal Guðna Tómassonar við Björn Roth, son Dieters, um þessa hlið á verkum föðurs síns. Við fáum hlera það viðtal í dag.

Jelena Ciric tónlistarrýnir hér í Víðsjá fjallr um lagið Dalakofinn og flókna upprunasögu þess. Lögin sem við teljum vera mest íslensk eru stundum með alþjóðlegri sögu en við höldum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

8. júní 2022

Aðgengilegt til

9. júní 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.