• 00:02:31Maístjarnan
  • 00:08:16Erling Blöndal Bengtson
  • 00:30:52Prinsinn: Rýni
  • 00:37:06Kanínuholan

Víðsjá

Kanínuholan, Prinsinn, Maístjarnan, Erling Blöndal Bengtsson

Við dettum ofan í Kanínuholu í þætti dagsins. Í bílskúr í Holtunum er finna óvænta ævintýraveröld bókaunnenda, fornbókaveröld sem opnaði dyr sínar fyrir tveimur árum og sem tekur á sig sífellt sterkara yfirbragð eiganda síns, hennar Móheiðar Geirlaugsdóttur. Móheiður er heimspekingur og þýðandi sem starfar flesta daga á bókasafni, en sem stofnaði þessa smágerðu ástríðubókaverslun upp úr bókasafninu sem hún erfði eftir föður sinn, Geirlaug Magnússon.

Við fáum okkur kaffi í kanínuholunni undir lok þáttar.

Í mars á þessu ári hefði dansk-íslenski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson orðið 90 ára. Af því tilefni halda Henrik Brendstrup sellókennari við Konunglega tónlistarháskólann í Árósum og Sigurgeir Agnarsson sellókennari við Listaháskóla Íslands, ásamt sellónemendum skólanna beggja, tónleika til heiðurs þessum merka tónlistarmanni og kennara. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu þann 19. maí kl. 20 og eru haldnir í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Við ræðum við Sigurgeir Agnarsson um tónleikana hér rétt á eftir og finnum nokkra gullmola úr safni ríkisútvarpsins.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir, annar tveggja leikhúsrýna okkar hér í Víðsjá, segir frá sinni upplifun af nýju íslensku leikverki: Prinsinum, eftir þau Kára Viðarsson og Maríu Reyndal, sem einnig leikstýrir. Sýningin, sem er samstarfsverkefni Frystiklefans á Rifi og Þjóðleikhússins, er á ferð um landið um þessar mundir en kemur á fjalir Þjóðleikhússins í haust.

En við byrjum á nýjustu tíðindum úr veröld ljóðanna því fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða ljóðskáld hlýtur Maístjörnuna þetta árið.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

18. maí 2022

Aðgengilegt til

19. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.