• 00:02:55Stelpur og strákar
  • 00:18:09Peningar: Snorri Rafn Hallsson
  • 00:31:11Arna Óttarsdóttir

Víðsjá

Stelpur og strákar, peningar, Arna Óttarsdóttir

Óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt, sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við, þar til heimurinn þeirra fer molna í sundur. Einleikurinn Stelpur og strákar, Girls and boys, eftir Dennis Kelly var fyrst settur upp árið 2018 í Royal Court Theatre í London. Það er sviðslistahópurinn Fullorðið fólk sem setur upp verkið í Gaflaraleikhúsinu. Við skreppum í Hafnarfjörðinn og ræðum við Önnulísu Hermannsdóttur leikstjóra verksins og Björk Guðmundsdóttur leikkonu.

Við kíkjum í heimsókn í vinnustofu úti á Granda þar sem vefstóll er í aðalhlutverki. Myndlistarkonan Arna Óttarsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2009 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis, og hún hefur frá 2015 verið yngsti listamaðurinn hjá i8 gallerí. Vefstóllinn er hennar aðalvinnutæki, en einnig photoshop, blað og pennar. Vefstólinn fékk hún frá móður sinni en það var samt ekki fyrr en eftir útskrift hún fór vinna verk í vefnað. Við heyrum meira af sköpunarferli og hugmyndum Örnu hér á eftir.

?Manneskjan er úrræðagóð. Þannig hefur okkur tekist finna lausnir á flestum okkur vandamálum. Við saumum föt og reisum hús til verjast náttúruöflunum, finnum upp vélar, tæki, tól og aðferðir til auðvelda okkur störf og erum einhvern veginn alltaf leita leiða til gera hvað svo sem það er sem við tökum okkur fyrir hendur auðveldara og þægilegra.? segir Snorri Rafn Hallsson pistlahöfundur í Vín. Hann mætir aftur til leiks hér með nýja pistlaröð. Í þeim fyrsta veltir hann fyrir sér uppruna peninga, hvorki meira minna. Hvers konar uppfinning eru þeir og hvaða tilgangi þjóna þeir?

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

17. maí 2022

Aðgengilegt til

18. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.