Víðsjá

Ball, Listasafn Árnesinga, sundlaug og skilningur á heiminum

Hvað er það minnsta sem þú getur ímyndað þér, kæri hlustandi? Og hvað er það stærsta? Telur þú þig skilja hvernig alheimurinn virkar eða skiptir það kannski ekki höfuðmáli, skilja. Frekar skynja? Bókin Þar sem skilningi okkar á heiminum sleppir eftir síleska rithöfundinn Benjamin Labatut hefur vakið heimsathygli undanfarin 2 ár og var á skammlista hinna alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlauna árið 2021. Þar er fjallað um stærstu vísindauppgötvanir 20. aldar, aðallega eðlisfræðinnar, hvernig þær hafa mótað heimsmynd okkar og takmarkað skilning mannsins á heiminum. Við köfum ofan í skilning og skammtafræði í lok þáttar með Viðari Guðmundssyni eðlisfræðingi.

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir myndlistargagnrýnandi Víðsjár lagði leið sína í Listasafn Árnesinga í Hveragerði, en fjórar sýningar standa yfir í safninu. Listamennirnir vinna í ólíka miðla en taka allir skemmtilegan snúning á skynvitunum.

Við erum með hugann við opin rými borgarinnar í dag í kjölfar sveitastjórnakosninga. Af því tilefni er vert rifja upp innslag Höllu Harðardóttur frá því í byrjun mars. Högna Sigurðardóttir var nýútskrifaður arkitekt frá París vorið 1960 fékk hún hendur sitt fyrsta verkefni. Hulda Jakobsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, fól henni hanna sundlaug og almenningsgarð fyirr bæjarfélagið. Tillaga Högnu er nútímaleg, ekki bara í íslensku samhengi, heldur einnig alþjóðlegu, hún er framúrstefnuleg og kjarkmikil, segir Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt, sem hefur rannsakað verk Högnu.

Og Nína Hjálmarsdóttir rýnir í sýninguna Ball í Borgarleikhúsinu.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Birt

16. maí 2022

Aðgengilegt til

17. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.