Víðsjá

Serbía í Eurovision, Snert á landslagi, Getnaður og Drónmessa

Við segjum frá handhafa Nýrra radda handritasamkeppni Forlagsins sem tilkynnt var um í dag. Þetta er fimmta árið sem keppnin er haldin, alls bárust 22 handrit í keppnina í ár og við segjum allt um það hér í lok þáttar og vinningshafinn kemur hingað í hljóðver, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir.

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir myndlistargagnrýnandi hér í Víðsjá ætlar fara með okkur á sýninguna Snert á landslagi sem er vinnutitill yfirstandandi doktorsverkefnis Tinnu Gunnarsdóttur og sýningar í Hafnarborg, þar sem áhersla er lögð á virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta. Hugtökin landslag og fagurfræði eru mun dýpri og yfirgripsmeiri en þau virðast við fyrstu sýn.

Og við fjöllum líka um tónlist, við heyrum líka af Drónmessu Jóhanns heitins Jóhanssonar tónskálds, en þetta verk Jóhanns, sem var frumflutt í New York árið 2015, er loksins komið út á nýrri útgáfu frá útgáfufyrirtækinu Deutsche Gramófón. Þar eru það strengjakvartett úr bandaríska tónlistarhópnum Acme og kórinn Theatre of Voices sem flytja verkið undir stjórn Pauls Hillier sem flytja verkið. Við heyrum af drónamessunni í dag sem er hljóta góðar viðtökur í þessari nýju hljóðritun.

En við ætlum hefja þennan þátt á nýjum pistlahöfundi hér í víðsjá. Tónlistarkonan Jelena Ciric er serbnesk uppruna en hefur búið um víða veröld, í Kanada, Mexíkó, á Spáni og á Íslandi. Hún ætlar vera með okkur á næstu vikum og fjalla um tónlist af ýmsum toga. Og hún er með hugann við Eurovision, eins og fleiri, enda er keppnin fyrirferðamikil þessa vikuna, úrslitakvöldið fer fram á laugardaginn næsta en í kvöld er seinni undankeppnin þar sem Serbía tekur þátt og Jelena ætlar rýna fyrir okkur í texta og myndmál sviðssetningarinnar.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

12. maí 2022

Aðgengilegt til

13. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.