Víðsjá

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, Þórir Baldursson og kafkaískt

Í gær var tilkynnt hver hljóta tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022 og þar á blaði eru þær Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir. Bára fyrir tónverkið Víddir og Sóley fyrir plötuna Mother Melancolia. Alls voru tólf listamenn tilnefndir en þau verða veitt 1. nóvember í Helsinki í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1965 og er ætlað vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi norrænna tónlistarmanna sem telst hafa mikið listrænt gildi en annaðhvert ár eru þau veitt núlifandi tónskáldi til skiptis við tónlistarhóp eða flytjanda. Bára og Sóley eru gestir í Víðsjá í dag.

Þóri Baldursson hammond-orgelleikara þarf ekki kynna sérstaklega fyrir áhugafólki um íslenska tónlist. Hann var valinn heiðurslistamaður Kópavogs fyrir skemmstu og í kvöld stendur hann fyrir tónleikum í Salnum á sjálfum afmælisdegi Kópavogsbæjar. Þórir á stórmerkilegan feril baki og hefur bæði sungið og leikið á ýmis hljóðfæri sem og samið lög og útsett fyrir fjölda listamanna, bæði hér heima og víða erlendis. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit aðeins 12 ára gamall í Keflavík og hefur síðan þá leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Hann á langan feril sem upptökustjóri og útsetjari og hefur starfað meðal annars með Donnu Summer, ABBA, Elton John, Grace Jones og Giorgio Moroder. Þórir sest hjá okkur og við ræðum tónleikana og hið meðfærilega hljóðfæri, orgelið.

?Hvenær er eitthvað kafkaískt og hvenær ekki?? spyr Björn Halldórsson rithöfundur sem tekur til máls í þættinum og veltir fyrir sér sögum og sögusögnum. Hvernig þær eru háðar vilja, túlkunum og fordómum lesandans eða áheyrandans, og fer þaðan óhjákvæmilega hugsa um verk rithöfundarins Franz Kafka. Ef til vill þurfum við skerpa aðeins á noktun okkar á þessu margtogaða orði, hitt og þetta kafkaískt. Björn fer betur með okkur í gegnum þetta hér á eftir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Birt

11. maí 2022

Aðgengilegt til

12. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.