• 00:02:08Feneyjartvíæringur: Nína Hjálmarsdóttir
  • 00:16:46Ljóð og harmonikka
  • 00:32:53Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Víðsjá

Harmonikkutónlist, Feneyjar, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

?Leikurinn blundar í okkur öllum,? segir nýr handhafi Guðmunduverðlaunanna í myndlist sem afhent voru fyrir nokkrum vikum, myndlistarverðlaun sem stofnuð voru af Erró árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Þetta er í 22. sinn sem þau eru veitt og í ár var það Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir myndlistarkona sem tók við þeim. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar þar sem þátttaka áhorfanda leikur gjarnan hlutverk. Framundan er einkasýning í Listasafni Íslands í maí og samstarfssýning með Þórdísi Jóhannesdóttur í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs á Egilsstöðum sem opnar í júlí, svo eitthvað nefnt. Við förum í göngutúr með Ingunni Fjólu hér síðar og röbbum um myndlist.

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari og Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld kynntust í listaháskólanum fyrir áratug síðan og fengu strax áhuga á því starfa saman. Nokkrum árum, meira tónlistarnámi og hellingi af ljóðalestri síðar, hafa tónlistarkonurnar leitt saman krafta sína í samstarfi við Sölva Kolbeinsson saxafónleikara og Heiðu Árnadóttur sönkonu. Hópurinn heldur tónleika og gefur út nýja plötu laugardaginn næstkomandi sem er innblásinn af ljóðum Gerðar Kristnýjar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær Ásta og Ásbjörg verða gestir Víðsjár í dag.

En við byrjum í Feneyjum. Nína Hjálmarsdóttir fjallar um þau verk sem stóðu upp úr hennar mati á Feneyjartvíæringnum.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir

Birt

9. maí 2022

Aðgengilegt til

10. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.