• 00:02:33Reykjarvíkurakademían
  • 00:12:58John Adams með Víkingi Heiðari Ólafssyni
  • 00:27:55Karólína vefari

Víðsjá

Karólína vefari, John Adams og Reykjavíkurakademían

Við Ásvallagötu í Reykjavík rak Karólína Guðmundsdóttir um áratugaskeið vefstofu þar sem hún hannaði og óf húsgagnaáklæði, gluggatjöld og fleira í metravís fyrir stofnanir og heimili í Reykjavík. Karólína fór utan til Kaupmannahafnar 1920 þar sem hún lærði vefnað og kynntist nýjustu tískustraumum í heimi myndlistar og hönnunar. Eftir nám kom Karólína heim með þekkinguna og hafði mikil áhrif á smekk landsmanna auk þess breyta viðhorfum til íslensku ullarinnar, handverks og hannyrða. Karólína var brautryðjandi sem tók virkan þátt í færa módernismannn í hönnun og arkitektúr til landsins. Hún er ein þessara kvenna sem gerði listiðnað á síðustu öld ævistarfi og hefur framlagi hennar og mikilvægi verið gefinn staður á sýningu í Árbæjarsafni. VIð hittum Gerði Róbertsdóttur, höfund sýningarinnar í þætti dagsins.

ReykjavíkurAkademían, samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna var stofnuð árið 1997 og fagnar því 25 ára afmæli um þessar mundir. Þar starfa einkum fræðimenn á hug- og félagsvísindum ásamt fólki af ýmsum öðrum fræðasviðum. Í tilefni afmælisins verður haldið hátíðarmálþing - Dútlað við þjóðarsálina - næstkomandi laugardag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Formaður Reykjavíkur Akademíunnar, Ingunn Ásdísardóttir, og Lilja Hjartardóttir, formaður afmælisnefndar líta til okkar og segja frá.

Hlustendur heyra líka brot úr viðtali við bandaríska tónskáldið John Adams sem stjórnar verkum sínum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld en þar leikur Víkingur Heiðar Ólafsson einleik í píanókonserti tónskáldsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

5. maí 2022

Aðgengilegt til

6. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.