• 00:02:02Svikaskáld og Fischer
  • 00:14:41Æðarrækt-tilraun
  • 00:30:22Ískyggilegi andarunginn

Víðsjá

Æðarrækt, Ískyggilegi andarunginn, skálduð blóm

Tilraun - æðarrækt er þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna sem opnar dyr sínar í tengslum við Hönnunarmars í Norræna húsinu á laugardag.

Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig dýrmæt sjálfbær hlunnindi eru nýtt á Norðurslóðum. Markmiðið er vekja okkur til vitundar um þetta stórmerkilega samband og stuðla nýjum verkefnum sem byggja á æðarrækt. Við ræðum við sýningarstjórana í þætti dagsins, þær Rúnu Thors, vöruhönnuð og lektor við Listaháskóla Íslands, og Hildi Steinþórsdóttur arkitekt.

Hvort kom á undan eggið eða ískyggilegi andarunginn? á föstudag kom gestur á Jorn-safnið í Danmörku sem tileinkað er danska listamanninum Asger Jorn sem hafði svolítið annað í hyggju en virða fyrir sér myndlist. Þessi gestur vatt sér einu verka Jorns, sem ber heitið Ískyggilegi andarunginn frá árið 1959 - og vann á því skemmdarverk. Málið hefur vakið nokkra athygli og gjörningurinn og listamaðurinn á bak við hann verið bendlaður við hægri væng stjórnmálanna í Danmörku. Við ræðum við Jón Proppé listheimspeking í lok þáttar um málið, yfirtökulist og menningarstríð.

Næturlilja er blóm sem vex fyrir stelpur á djamminu, það teigir anga sína með tyggjókúlum og varalit, stendur keikt á bleikum plaströrum, og hjarta þess slær á bakka, tilbúið sigra heiminn, eða bara skella sér á dansgólfið og finna annað hjarta slá í takt. Næturliljan er ekki til í alvöru en hún ilmar samt í alvöru.

Næturliljan er hluti af Hliðarheimi plantna sem er safn skáldaðra blóma sem Svikasskáld í samstarfi við ilmgerðarhúsið Fischer hafa skapað saman og sýna í tengslum við Hönnunarmars. Á sýningunni leika listamennirnir sér með mörk hins raunverulega og hins óraunverulega þar sem blöndun hinnar tilbúnu lyktar og ímyndaðra blóma vekur spurningar um hvað ekta og óekta, eða réttara sagt hvað náttúrulegt og hvað ónáttúrulegt. VIð litum við í Fichersundi í morgun og ræddum þar við Ingibjörgu Birgisdóttur vidjólistakonu og Þórdísi Helgadóttur skáld.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.

Birt

4. maí 2022

Aðgengilegt til

5. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.