• 00:02:27Sýndarsund
  • 00:19:04Feneyjartvíæringur; Nína Hjálmarsdóttir
  • 00:35:42Ball í Borgarleikhúsi

Víðsjá

Sýndarsund, Feneyjatvíæringur og Ball

Sviðslistafólkið Alexander Roberts og Ásrún Magnúdsóttir hafa í áratug unnið saman verkefnum þar sem þau færa dansinn nær hversdeginum og hversdaginn nær dansinum. Þau hafa unnið með röddum og líkömum sem vanalega stíga ekki fram í sviðsljósið og fært til mörkin sem skilgreina vanalega atvinnudansara og áhugadansara. Á föstudag frumsýna þau nýtt verk í samstarfi við Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Verkið kallast Ball og þar stíga á svið Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, dansarar Íslenska dansflokksins og gó-gó dansari, svo eitthvað nefnt, en öll eiga þau sameiginlegt elska dansinn .Höfundarnir segja dansinn ekki bara eiga snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því dansa ólíka dansa saman. Við kíkjum á ball í þætti dagsins.

Þegar við stingum okkur á kaf ferðumst við inn í aðra vídd, skynjun okkar breytist og við lokum okkur frá umheiminum. Í sundi upplifa einhverjir sig berskjaldaða; í kafi erum við súrefnislaus og á bakkanum klæðalítil. Í dag 3 maí opnar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ sýndarveruleika verk eftir Hrund Atladóttur. Verkið er hluti af HönnunarMars og er gert í tengslum við sýninguna Sund sem stendur yfir í safninu . Við heimsækjum Hrund Atladóttur á Hönnunarsafninu og ræðum um sýndarveruleika, sundlaugar, nft og vatnadísir.

Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir okkar hér í Víðsjá er nýkomin heim frá Feneyjum þar sem hún drakk í sig stemninguna á tvíæringnum, fegurð borgarinnar, fjölskrúðugt mannlífið og listaverkin sem hafa yfirtekið borgina. Hún hefur tekið saman það sem stóð upp úr á hátíðinni hennar mati.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

3. maí 2022

Aðgengilegt til

4. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.