• 00:02:07Feneyjarfréttir
  • 00:07:40Þjóðlagahátíð
  • 00:20:17Björn Halldórsson: Tíminn og natnin
  • 00:29:59Alda Björk Valdimarsdóttir

Víðsjá

Feneyjar, Þjóðlagahátíð, Tíminn og natnin, Ástin á tímum fellibylja

?Jörðin er reka okkur burt út úr þessum fallega garði sem við búum í sem gæti verið unaðslegur en er orðinn svolítið skelfilegur. Áður var það Eden en er það Jörðin.? segir Alda Björk Valdimarsdóttir um efni nýrrar ljóðabókar sinnar, Við lútum höfði fyrir því sem fellur. Þetta er önnur ljóðabók Öldu Bjarkar sem nýlega kom út undir merkjum JPV. Þar er finna stórsögulegar vangaveltur um uppruna mannsins, trú og tilvist okkar litlu tegundar gagnvart alheiminum. Ástin kemur einnig við sögu en það er ást á tímum fellibylja. Við fáum Öldu Björk í heimsókn í lok þáttar, ræðum bókina og hlýðum á nokkur ljóð.

Nordic Folk Alliance er ráðstefna um þjóðlagatónlist sem haldin er ár hvert. Þar koma saman listamenn sem fást við það sem flokka sem þjóðlagatónlist, í víðum skilningi, kynnir sig og ber saman bækur sínar. þessu sinni var hátíðin haldin í Gautaborg og það vill svo vel til Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, dagskrárgerðarkona hér á Rás1, var á staðnum. Hún færir okkur fréttir og upptökur af hátíðnni hér á eftir, þar á meðal í samískum barkasöng, og í íslenskum listamönnum sem þar stigu á svið.

Við fáum líka pistil frá Birni Halldórssyni - í dag veltir hann fyrir sér tímanum sem líður og reynir setja fingur á hvenær það var sem hans eigin tími breyttist úr einhverju sem þurfti eyða í takmarkaða auðlind sem hann átti aldrei nóg af.

En við hefjum þáttinn á fréttum af vinningshöfum á Feneyjartvíæringnum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson.

Birt

2. maí 2022

Aðgengilegt til

3. maí 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.