• 00:03:19Natasha pistill
  • 00:13:27Sonia Delauney
  • 00:29:55Kordo kvartettinn

Víðsjá

Sigurdagurinn, Sonia Delaunay og Kordo kvartett

Þann 9. maí er ein af stærstum hátíðum í Rússlandi - Sigurdagurinn. Þetta er dagur þegar Sovétríkin ?björguðu heiminum frá fasistum?. Á þessu ári eru 77 ár liðin frá því seinni heimstyrjöldinni lauk en þrátt fyrir stríð sem rússar hófu fyrir tveimum mánuðum í Úkraínu verður hátíðin haldin í ár. Stríðið og sigurdagurinn hefur verið lengi hluti af menningu í Rússlandi og gjarnan notað til gera fólkið föðurlandsvinum. Rithöfundurinn Natasha flytur okkur fjórða og síðasta pistil um sína upplifun af stríðinu í Úkraínu.

?Ég elska sköpun meira en lífið, og ég verð tjá mig áður en ég hverf? Sonia Delaunay var frumkvöðull á sviði framúrstefnulegrar abstraktlistar á fyrri hluta 20. aldar og teygði hún möguleikana langt út fyrir strigann. Hún hannaði einnig klæðilega list eins og kjóla og búninga fyrir leiksýningar, fékkst við auglýsingagerð og myndskreytti einnig óvæntari fyrirbæri eins og bíla. Dýnamísk notkun bjartra lita var kjarninn í sköpun hennar ? hún var innblásinn af hefðbundnum aðferðum sem hún lærði í Rússlandi í bland við framúrstefnu Parísarborgar sem sprottin úr hringiðu listasenunnar þar, straumhvörfum í tækni, list, bókmenntum, leiklist, tísku og viðurkenndum venjum um hlutverk kynjanna. Við rekum aðeins nefið inn á Louisiana safnið í Danmörku þar sem yfirlitssýning um Soniu Delaunay stendur yfir.

Kordo kvartettinn heldur tónleika í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld, 30. apríl undir yfirskriftinni Frændur í norðri. Kvartettinn er nýkominn heim úr sinni fyrstu tónleikaferð, til norður-Spánar þar sem hann lék á þrennum tónleikum við góðar undirtektir. Á dagskrá verða tvö af höfuðverkum norrænnar kammertónlistar, fyrstu strengjakvartettar Carls Nielsen og Edwards Grieg sem báðir eru í g-moll. Þá verður einnig frumflutt glænýtt verk eftir Huga Guðmundsson, Redshift sem hann samdi sérstaklega fyrir Kordo kvartettinn. Við fáum til okkar helming kvartettsins, þá Hrafnkel Orra Egilsson og Þórarinn Baldursson og kynnumst þessari sveit betur.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Birt

28. apríl 2022

Aðgengilegt til

29. apríl 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.