• 00:02:34Vigdís Jakobsdóttir um Listahátíð
  • 00:19:07Immune í Nýlistasafninu
  • 00:40:12Graduale Nobili

Víðsjá

Graduale Nobili og Universal, Listahátíð, afnýlenduvæðing í Nýló

Það er loksins komið því, Listahátíð í Reykjavík er handan við hornið, og dagskráin hefur verið tilkynnt. Hægt er kynna sér alla viðburði á netinu og miðar á alla viðburði komnir í sölu. Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar verður með okkur og segir frá áherslunum í ár og gleðinni sem hátíðin mun færa okkur í þá nítjan daga sem hún stendur, frá 1-19 júní.

Afnýlenduvæðing, birtingarmyndir hvítleika, íslenski bananinn, loftslagsbreytingar, og saltfiskur - þetta og meira til er viðfangsefni stórrar samsýningar sem til sýnis er í Nýlistasafninu í Marshall húsinu á Grandanum. Sýningin heitir IMMUNE/ÓNÆM og er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis 11 alþjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra sem öll vinna út frá sameiginlegum upphafspunkti: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og myndinni sem þar er dregin fram af náttúru Íslands. Við höldum í Nýlistasafnið hér um miðbik þáttar og ræðum við sýningarstjórann, Bryndísi Björnsdóttur.

Graduale Nobili kórinn var stofnaður árið 2000 af Jóni Stefánssyni. Kórinn er skipaður stúlkum á aldrinum 18-24 ára sem allar hafa stundað eða lokið tónlistarnámi. Kórinn á baki sér farsælan feril og komið fram víða um heim, á eigin tónleikum og með öðrum flytjendum, ferðaðasti til mynda um heiminn með Björk Guðmundsdóttur. Sunna Karen Einarsdóttir er nýtekin við sem kórstjóri af Þorvaldi Erni Davíðssyni, en hann hefur samt ekki alveg sleppt tökunum af kórnum og stýrir honum á útgáfutónleikum næstkomanid sunnudag. Vökuró kallast platan sem kórinn er gefa út, en það er í samstarfi við Universal útgáfurisann svo það segja kórinn í útrás. Við heyrum í Þorvaldi Erni Davíssyni í þætti dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

27. apríl 2022

Aðgengilegt til

28. apríl 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.