• 00:02:46Ólöf Gerður Sigfúsdótti um Stöðufund
  • 00:09:39Mánudjazz
  • 00:25:17Björn Halldórsson pistill
  • 00:34:36Prinsinn í Frystiklefanum

Víðsjá

Stöðufundur, Prinsinn á Rifi, Mánudjass og karlar sem lesa ekki konur

Frá og með næstu mánaðarmótum verður veitinga og tónlistarstaðurinn Skuggabaldur lokaður á mánudögum, sem og hugsanlega fleiri daga vikunnar. Staðurinn hefur verið heimavöllur lifandi tónlistar, og tónleikaröð Skuggabaldurs fékk fyrir það íslensku tónlistarverðlaunin nýverið í flokki tónlistarviðburða ársins. Þessi mánudagslokun þýðir þó Mánudjass, sem hefur verið fastur liður í Reykjavík undanfarið, heyri sögunni til eða í bili minnsta kosti. Og í kvöld hann þess vegna kvaddur með viðhöfn. Víðsjá brá sér niður á Austurvöll fyrr í dag og leit við á æfingu fyrir tónleikana.

17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. ?Ég er ólétt. Þú ert verða pabbi.? Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst? Þessar og fleiri spurningar koma upp í nýju íslensku leikverki sem frumsýnt verður í Frystiklefanum á Rifi næstkomandi miðvikudag, 27.apríl. Höfundar verksins eru þau María Reyndal og Kári Viðarsson, en verkið byggir á sönnum atburðum úr lífi Kára. Kári verður gestur okkar í dag.

?Að uppgötva ég læsi ekki konur var í alla staði óskiljanlegt. Það var eins og uppgötva ég læsi ekki bækur sem væru með oddatölufjölda af blaðsíðum; fáránlegt skilyrði sem ég hafði enga hugmynd um og gat ekki gefið neina rökrétta ástæðu fyrir.? Þegar Björn Halldórsson fékk í fyrsta sinn tækifæri til kenna ritlist í erlendum háskóla gerði hann óþægilega uppgötvun sem neyddi hann til horfast í augu við sína eigin ómeðvituðu fordóma. Meira um það í pistli dagsins.

En við hefjum þáttinn í dag á umfjöllun um Stöðufund í Gerðarsafni. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir þessa samsýningu tíu myndlistarmanna og rithöfunda, sem leggja fram hugleiðingar sínar um fortíð, samtíð og framtíð. Sýningin vakti Ólöfu til umhugsunar um fyrirbærið ?stöðutékk?, sem virðist vera færast í aukana í dagskrá listasafna hér á landi á undanförnum misserum.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

25. apríl 2022

Aðgengilegt til

26. apríl 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.