• 00:02:54Natasha um flóttafólk
  • 00:10:45Jazzhátíð Garðabæjar
  • 00:22:02Björn Halldórsson pistill
  • 00:33:33Opera2gether í Bíó Paradís

Víðsjá

Flóttafólk, Jazzhátíð, Angela Merkel og einkarýmið, ópera í BíóParadís

Það er eitthvað við tónlist Puccinis sem á greiða leið hjarta okkar, líka þeirra sem hluta ekki á óperu staðaldri. Þetta er allavega skoðun þeirra Bernadettu Hegji sópransöngkonu og Marton Wirth, hljómsveitarstjóra og organista í Landakotskirkju, en þau skipa óperu-dúóið Opera2gether. Bernadetta og Marton störfuðu saman við tónlist í heimalandi sínu Ungverjalandi, og hafa aftur tekið upp samstarf á íslandi, eftir leiðir þeirra lágu hér óvænt saman. Í kvöld kl 19, og um helgina flytja þau lifandi óperutónlist Puccinis við þöglu kvikmyndina um Madame Butterfly í Bíó Paradís. Marton verður gestur okkar hér á eftir.

Og við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund í Víðsjá. Björn Halldórsson rithöfundur mun flytja okkur vikulega pistla fram á sumar um allt milli himins og jarðar. þessu sinni er það blaðagrein um Angelu Merkel fyrrverandi kanslara Þýskalands sem fékk Björn til velta fyrir sér sorgum og sigrum á samfélagsmiðlum.

Jazzhátíð Garðabæjar hefst á morgun og stendur yfir fram á sunnudag - 24. apríl.

Fjölbreytt dagskrá, þar sem konur eru í aðalhlutverkum, er á þessari 16. jazzhátíð Garðabæjar. Sigurður Flosason hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi og hann verður með okkur í þætti dagsins.

En við hefjum þáttinn á pistli frá Natöshu. Natasha er rússnesk, skáld og fyrrverandi blaðakona, en hefur búið hér á landi í áratug. Þetta er hennar þriðji pistill um upplifun hennar af stríðinu í Úkraínu.

Birt

20. apríl 2022

Aðgengilegt til

21. apríl 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.