• 00:02:55Ru, þýð. Arndís Lóa Magnúsdóttir
  • 00:27:58Perpetual Motion, Sigurður Guðjónsson

Víðsjá

Ru, Sigurður Guðjónsson og Feneyjartvíæringurinn

Orðið Ru þýðir á frönsku lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sem svæfir og huggar. Ru er skáldlega innblásin sjálfsævisaga eftir Kim Thúy sem fædd er í Víetnam árið 1968, sama ár og sagan hefst. Thúy, ásamt fjölskyldu sinni, flúði hörmungar hins langa stríðs í Víetnam alla leið til Kanada með viðkomu í flóttamannabúðum í Malasíu. Mikill fjöldi fólks freistaði þess flýja land í von um betra líf og Ru segir sögu ellefu ára stúlka sem flýr yfirstéttarlíf í Saigon. Þar verður hún bátaflóttamaður sem svo var nefnt í smábæ í Kanada og þarf laga sig nýjum lifnaðarháttum og nýju tungumáli. Íslensk þýðing bókarinnar er nýkomin út, þýdd úr frönsku af Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Víðsjá kom sér í skriflegt samband við Arndísi og fékk vita meira um þessa merkilegu bók.

Feneyjartvíæringurinn opnar með pompi og prakt dyr sínar fyrir almennum gestum laugardaginn næstkomandi, 23.apríl. Mikið er um dýrðir í borginni fögru sem er yfirfull af myndlistarmönnum, fjölmiðlafólki og áhugasömum gestum sem berja dýrðina augum í allskyns foropnunum þessa vikuna. Hópur Íslendinga er auðvitað þegar mættur til setja upp verk Sigurðar Guðjónssonar, sem sýnir þetta árið fyrir hönd Íslands. Við hér í Víðjsá tókum smá forskot á sæluna í síðustu viku þegar við sóttum Sigurð heim, áður en hann hélt út til Feneyja. Þar sagði hann okkur frá fyrri verkum sínum og hvernig þau hafa þróast og svo auðvitað af Perpetual Motion,

verkinu sem hann hefur gert sérstaklega fyrir íslenska skálann á Arsenale svæðinu í Feneyjum, verk sem hann kallar fjölskynjandi skúlptúr.

Birt

19. apríl 2022

Aðgengilegt til

20. apríl 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.