Víðsjá

Farþeginn, Stiklur Ómars ragnarssonar og skammarmaskínan

Skömmin hefur lengi verið hugðarefni heimspekinga. Þannig segir Platón í Lögunum skömmin óttinn við slæmt orðspor. Hún kenni okkur háttvísi, virðingu fyrir öðrum og geti leitt okkur á rétta braut. Snorri Rafn Hallson, pistlahöfundur í Vín, veltir í dag fyrir sér hlutverki skammarinnar í samfélaginu og heimspeki skammarinnar, eftir hafa lesið nýja bók um efnið, The Shame Machine - Skammarvélin - eftir gagnasérfræðingin Cathy O'Neil. Heyrum nánar af því hér rétt á eftir.

Sovéski kvikmyndagerðamaðurinn sagði kvikmyndina vera skúlptúr af tímanum. Dalrún Kaldakvísl fjallar í dag um slíka skúlptúra, kvikmyndað líf einsetufólks á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, nefnilega heimildarþáttarröð Ómars Ragnarssonar, Stiklur. Í aldanna rás hafa Íslendingar skráð sögur af einsetufólki, þær sögur einkennast oftar en ekki af vangaveltum sögumanna um ævi og kjör einbúa sem oftast voru látnir þegar saga þeirra var sett á blað. Stiklur breyttu þessu með kvikmyndaformið vopni og Dalrún rýnir í þessa merkilegu þætti

Þetta er eiginlega samfélagsmiðlasaga síns tíma. Elísa Björg Þorsteinsdóttir segir okkur frá þýsku skáldsögunni Farþeginn eftir Ulrich Alexander Boschwitz sem kom út á dögunum undir merkjum Dimmu útgáfu. Sagan var skrifuð skömmu eftir Kristalsnóttina í nóvember 1938 og segir frá gyðingi í Berlín, kaupsýslumanninum Otto Silbermann, sem hefur flúið heimili sitt og reynir eftir bestu getu sleppa frá heimalandi sínu. Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu bíða og bókin hefur hlotið endurnýjun lífdaga. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðandi verður gestur okkar í lok þáttar og segir frá Farþeganum.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Birt

12. apríl 2022

Aðgengilegt til

13. apríl 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.