Víðsjá

Búkolla, Bjargrúnir, Sjö ævintýri um skömm, Seyðisfjörður

Listin er samtal, hún er til þess tengja fólk saman segja listamennirnir Juanjo Ivaldi og Tessa Rivarola sem sýna ljósmyndir sínar og ljóð í sýningarsal í Herðubreið á Seyðisfirði. Þau eru frá Paragvæ en hafa verið búsett á Seyðisfirði síðustu 3 ár. Sýningin byggist á reynslu þeirra frá því flytja úr suðrænu fjölmennu landi í einangrað fámenni í mikilli nánd við óútreiknanlega náttúruna. Hluti af ferlinu er vinnustofa þar sem þau ræða umfjöllunarefni eins og loftslagsbreytingar, ferðalög og einangrun við íbúa staðarins þar sem sýningin er sett upp. VIð hringjum austur á Seyðisfjörð og ræðum við listamennina hér á eftir.

Hljómsveitin Umbra hefur um árabil rannsakað víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Sveitina skipa þær Alexandra Kjeld, Arngerður María Árndóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Þær gefa út nýtt lag á morgun, og innan skammst kemur fjórða platan þeirra út, en hún kallast Bjargrúnir. Platan hefur geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna aftur í aldir. Þær Alexandra og Arngerður verða gestir okkar hér á eftir.

Sjö ævintýri um skömm, er nýtt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um liðna helgi. Nína Hjálmarsdóttir segir okkur sýna skoðun á því í þætti dagsins.

En við byrjum á Barnamenningarhátíð Kópavogs. Það kannast flestir við ævintýrið um Búkollu, en á laugardag verður það sett í nýjan búning. Búkolla með nýrri, frumsamdri tónlist eftir tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson verður frumflutt í Salnum á laugardag. Gunnar segir frá Búkollu í þætti dagsins.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

7. apríl 2022

Aðgengilegt til

8. apríl 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.