Víðsjá

Natasha, Síleskir kvikmyndadagar, hákarlamenn, M'ANAM söngsveit

Síleskir kvikmyndadagar hefjast hefst í Veröld húsi Vigdísar á morgun. Í Auðarsal verður úrval nýrra kvikmynda frá Síle á hvíta tjaldinu og verða sýnigar fram á laugardag. Markmiðið sýna það besta úr kvikmyndagerð Síle undan farin ár og Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor um málefni Rómönsku-Ameríku segir okkur allt um þessar myndir hér síðar í þættinum.

Rithöfundurinn Natasha er frá Rússlandi en hefur verið búsett hér á landi um árabil. Natasha ætlar vera með okkur reglulega hér í Víðsjá næstu vikurnar, og lýsa fyrir okkur upplifun sinni af stríðinu í Úkraínu. Hvernig tilfinning er vera rússnesk og fylgjast með innrásinni í Úkraínu úr fjarlægð? Natasha mun í pistlum fjalla um það sem hrærist innra með henni. Í dag fjallar Natasha um reynslu fólks sem flýr frá Úkraínu og þarf horfast í augu við það hafa skyndilega öðlast nýtt hlutverk, hlutverk flóttamannsins.

Og við höldum líka út á hákarlamið. Íslendingar hafa stundað veiðar á hákörlum um aldanna rás, á 19. öld voru afurðir hákarla afar mikilvægur þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar. Þeir sem sóttu á hákarlamiðin voru oft kallaðir hákarlamenn og var lýst sem görpum sem áttu í stríði við ægivald hafsins, hákarla og aðra krafta náttúrunnar á borð við hafís. Dalrún Kaldakvísl segir okkur betur frá þessu hér á eftir. Þar beinir hún einnig sjónum sínum karllægri menningu hákarlamanna eins og hún kemur fyrir sjónir í skrifum Theodórs Friðrikssonar í bók hans Hákarlalegur og hákarlamenn frá .

Söngshópurinn Manam er skipaður átta körlum frá Íslandi og Írlandi og leitast við tengja saman menningarheima beggja landa. Þeir sækja sér innblástur í náttúru landanna, sögu og ljóð, og nýta sér aldagamlar norrænar hefðir til skapa hljóðheim sem vill brjótast undan hefðbundnu karlakóramynstri. Manam heldur tónleika annað kvöld í Iðnó og tveir liðsmenn, þeir Þórhallur Auður Helgason og Pétur Oddbergur Heimisson, koma í spjall til okkar á , með tónlist í farteskinu.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson

Birt

30. mars 2022

Aðgengilegt til

31. mars 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.