Víðsjá

Þykjó, Kafbátur, Gírinn, Bókasafn

Víðsjá hugar í dag meðal annars fuglasöng, hreiðurgerð og eggjum þegar kannað verður hvað hönnunarteymið Þykjó hefst við í menningarhúsum Kópavogs þessa dagana. Kínversk heimildamynd um Borgarbókasafnið í Grófinni hefur vakið athygli á kínverskum vefmiðlum. Kínverska kvikmyndagerðarkonan Karlotta Jiaqian Chen, sem hefur búið hér á landi í tæp fimm ár, heillaðist af heimi safnsins og ákvað gera heimildamynd fyrir kínverskan markað. Tónlistarsenan á Íslandi, laumaði sér inn í myndina bakdyramegin. Í Víðsjá í dag verður rætt við Barböru Guðnadóttur, safnsstjóra Borgarbókasafnsins í Grófinni, og Valgeir Gestsson bókavörð í safninu. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar í pistli dagsins um það koma sér í gírinn eftir kófið. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Kafbát, nýtt íslenskt barnaleikrit, eftir Gunnar Eiríksson sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Hörpu Arnardóttur.

Birt

5. maí 2021

Aðgengilegt til

5. maí 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.